Fram kemur á vefsíðu Grindavíkurbæjar að fyrstu svæðin sem áætlað er að hleypa köldu vatni á séu niður við Grindavíkurhöfn, svæði 1, 2 og 3 á meðfylgjandi mynd.

Þá segir að við áhleypingu sé fyrst skolað út úr lögnunum áður en þrýstingur sé byggður í dreifikerfinu. Því þurfi inntakslokar kaldavatnsins í fasteignum að vera lokaðir í upphafi.
Mikilvægt sé að hafa í huga að áreiðanleiki viðgerðar undir nýja hrauninu er ekki þekktur og því gæti viðgerð brugðist og vatnið farið aftur af.
Athygli er vakin á því að dreifikerfi vatnsveitunnar innanbæjar kunni að leka eftir jarðhræringarnar. Það muni skýrast á næstu dögum hvort viðgerð haldi, eftir að fullur þrýstingur er kominn á kerfið. Ákvörðun um það að setja kalt vatn á fleiri svæði og í hvaða röð verði svo tekin í framhaldinu.