„Þetta er alvöru skrímsli“ Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 11:56 Magnús Sverrir gengst fúslega við því að vera með bíladellu og þessi Benz-jeppi fari hæglega á toppinn á lista yfir þá bíla sem hann hefur átt. vísir/samsett Magnús Sverrir Þorsteinsson, fyrrverandi fótboltakappi og nú forstjóri bílaleigu í Reykjanesbæ var að kaupa sér 60 milljóna króna jeppa. Um er að ræða glæsilegan Mercedes-Benz AMG G 63-jeppa. Marta María á Smartlandinu var fyrst til að greina frá þessu. Bíllinn er kolbikasvartur, mattur á svörtum felgum og með skyggðum rúðum. „Ég er farinn að halda að það sé einhver að stríða mér,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann furðar sig á athyglinni sem þetta hefur fengið og segist hafa fengið fjölmargar athugasemdir frá vinum sínum. Að sögn Mörtu Maríu, sem virðist hafa sérlega mikinn áhuga á þessum tiltekna jeppa, eru fjórir samskonar bílar í umferð á Íslandi sem eru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slíkir gripir fluttir inn og á þessu ári bættust tveir til viðbótar. Allir ganga þessir jeppar sem ganga fyrir bensíni. Það hlýtur að gefa manni mikið að fara um á svona bíl? „Það … gefur mér væntanlega jafn mikið og Kian gefur þér,“ segir Magnús og vísar til þess að blaðamaður var búinn að upplýsa hann um að það væri nú slíkur bíll sem hann skældist um á. „En, jújú, það er gaman að keyra á flottum bílum ef manni líður vel á þeim. Það er bara svoleiðis.“ Magnús gengst fúslega við því að vera með bíladellu. „Já, mikla,“ segir Magnús og setur þennan jeppa í efsta sæti yfir þá sem hann hefur átt. „Ég held ég verði að segja það. Þetta er alvöru skrímsli. Þetta er nú ekki fyrsti svona bíllinn á landinu en þeir eru ekki margir.“ Magnús segist treysta sér vel á fjöll á jeppanum, þetta sé nú aðeins meiri sportjeppi en venjulegur slyddubíll. Rætt var við Magnús Sverri í Íslenska draumnum árið 2019. Bílar Bílaleigur Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Um er að ræða glæsilegan Mercedes-Benz AMG G 63-jeppa. Marta María á Smartlandinu var fyrst til að greina frá þessu. Bíllinn er kolbikasvartur, mattur á svörtum felgum og með skyggðum rúðum. „Ég er farinn að halda að það sé einhver að stríða mér,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann furðar sig á athyglinni sem þetta hefur fengið og segist hafa fengið fjölmargar athugasemdir frá vinum sínum. Að sögn Mörtu Maríu, sem virðist hafa sérlega mikinn áhuga á þessum tiltekna jeppa, eru fjórir samskonar bílar í umferð á Íslandi sem eru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slíkir gripir fluttir inn og á þessu ári bættust tveir til viðbótar. Allir ganga þessir jeppar sem ganga fyrir bensíni. Það hlýtur að gefa manni mikið að fara um á svona bíl? „Það … gefur mér væntanlega jafn mikið og Kian gefur þér,“ segir Magnús og vísar til þess að blaðamaður var búinn að upplýsa hann um að það væri nú slíkur bíll sem hann skældist um á. „En, jújú, það er gaman að keyra á flottum bílum ef manni líður vel á þeim. Það er bara svoleiðis.“ Magnús gengst fúslega við því að vera með bíladellu. „Já, mikla,“ segir Magnús og setur þennan jeppa í efsta sæti yfir þá sem hann hefur átt. „Ég held ég verði að segja það. Þetta er alvöru skrímsli. Þetta er nú ekki fyrsti svona bíllinn á landinu en þeir eru ekki margir.“ Magnús segist treysta sér vel á fjöll á jeppanum, þetta sé nú aðeins meiri sportjeppi en venjulegur slyddubíll. Rætt var við Magnús Sverri í Íslenska draumnum árið 2019.
Bílar Bílaleigur Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira