Gátan sem Íslendingar keppast við að leysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 13:26 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leysti gátuna í nóvember 2020. Rúmum þremur árum síðar er gátan aftur farin á flug. Vísir/Vilhelm Íslenskir Facebook-notendur, sem er bróðurpartur fullorðins fólks á Íslandi, keppast nú hver við annan að leysa gátu sem fer sem eldur í sinu á samfélagsmiðlinum. Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín. Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Gátan er svo hljóðandi: Þú kemur inn í herbergi. 2 hundar, 4 hestar, 1 gíraffi og önd liggja á rúminu. 3 hænur fljúga yfir stól. Hvað eru margir fætur á gólfinu í herberginu? Fólki er bent á að svari það gátunni rétt þá verði svarinu eytt svo aðrir sjái ekki rétta svarið. Þá verði sá hinn sami, sem leysti gátuna, að birta hana sjálfur. Fjölmargir endurbirta gátuna til staðfestingar eigin árangri, að þeim hafi tekist að leysa gátuna, og bjóða vinum sínum að spreyta sig. En svo eru aðrir sem ná ekki að leysa hana og velta mögulega fyrir sér réttu svari. Gátan verður útskýrt hér fyrir neðan. Þeir sem vilja ekki vita svarið ættu ekki að lesa lengra. Þið hafið verið vöruð við... Lykillinn að svarinu við gátunni er sá að ekkert dýranna snertir gólfið. Hins vegar eru fætur bæði á hefðbundnum rúmum og stólum. Fjórir á hvoru húsgagni. Ef sá sem kemur inn í herbergið, sá sem er að reyna að leysa gátuna, er með tvo fætur þá bætast þeir við heildina. Þannig að svarið er tíu fætur. Svo benda ýmsir á galla á gátunni því ekki komi fram í textanum hvort stóllinn sé á gólfinu eða hvort um hengirúm án fóta sé kannski að ræða. Hvað ef sá sem leysir gátuna notast við hjólastól? Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem gátan fer á flug hjá íslenskum Facebook-notendum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem deildi henni í nóvember 2020. „Ég er ekki mikið fyrir keðjupósta en stóðst ekki mátið fyrst ég leysti þessa gátu. Svona er maður hégómlegur,“ segir Ingibjörg Sólrún í færslunni fyrir rúmum þremur árum. Annars er gátan að erlendri fyrirmynd og til í fjölmörgum myndum. Þá eru þeir sem eru komnir með nóg af því að gátunni sé dreift á Facebook. Þeirra á meðal er Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi sem slær gátunni upp í grín.
Facebook Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira