Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2024 20:34 Sævar Þór Birgisson er einn þeirra sem spyr hvað verði um unga fólkið. vísir/einar árnason Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira