Konudagshugmyndir sem kosta ekki skildinginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 12:01 Konudagurinn haldinn hátíðlega um allt land næstkomandi sunnudag. Það þarf svo sanarlega ekki að kosta skyldinginn að töfra fram notalega stund með ástinni. Getty Konudagurinn er næstkomandi sunnudag þrátt fyrir að margir rómantískir makar hafi keypt blóm og dekrað við konurnar í lífi sínu liðna helgi. Eitt er víst að tveir konudagar eru betri en einn, ekki satt? Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er á sunnudegi milli 18. og 25. febrúar og héldu því skiljanlega margir að dagurinn hafi verið liðna helgi. Ástæðuna fyrir þessum ruglingi má rekja til svokallaðs rímspillisárs sem er tilkomið vegna misræmis milli gamla misseristalsins og nýja tímatalsins sem við notum í dag. Rímspillisár verður þegar seinasti dagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Að því tilefni ættu landsmenn að fagna þessum ruglingi og nýta tækifærið að gleðja konuna tvo sunnudaga í röð. Allir dagar eru konudagar sagði einhver. Rómantískar hugmyndir fyrir konudaginn Blómvöndur, út að borða og dekur er skothelt og gleður hverja konu. Eftirfarandi hugmyndir ættu að einfalda valið fyrir daginn. Leiðin að hjarta margra kvenna er með fallegum blómvendi. Miðpunktur athyglinnar Láttu hana finna fyrir því að hún sé miðpunktur athyglinnar. Kysstu konuna þína reglulega yfir daginn.Getty Ástarbréf Skrifaðu ástinni hvað það er sem þú heillast að í fari hennar. Talaðu út frá hjartanu. Persónulegt og einlægt ástarbréf er ómetanlegt.Getty Útsofin og sæl Leyfðu henni að sofa út. Leyfðu henni að sofa út og mættu þá með kaffi í rúmið.Getty Skínandi hreint heimili Taktu heimilið í nefið, mundu eftir klósettinu og skiptu um á rúminu. Hreint og fínt heimili gerir samveruna enn betri.Getty Kaffi og dögurður Útbúðu ljúffengan dögurð og færðu henni kaffi í rúmið. Brunch og gott kaffi!Getty Rómantísk kvöldstund Leggðu fallega á borð, kveiktu á kertaljósum og matreiddu uppáhalds matinn hennar. Kertaljós og góður matur.Getty Hreinn bíll Þrífðu bílinn hennar að innan og utan. Hreinn bíll er betri bíll.Getty Afslöppun og dekurstund Sendu konuna í heitt bað með kertaljósum og bjóddu henni upp að því loknu upp á notalegt nudd og ljúfa tónlist. Slökun, nudd og ljúf tónlist.g Einfalt en næs Pantaðu uppáhalds skyndibitann hennar og horfið á mynd að hennar vali. Maturinn bragðast oft betur yfir mynd í stofunni.Getty Komdu á óvart Ef þú ert ekki heima sendu ástinni blóm, súkkulaði eða kynlífstæki. Komdu ástinni á óvart ef þú ert ekkki heima.Getty Konudagur Ástin og lífið Tengdar fréttir Af hverju var konudagurinn ekki í gær? Rómantískir makar lentu í því í gær að ætla að kaupa blóm vegna konudagsins en uppgötvuðu þá að hann væri næsta sunnudag. Á venjulegu ári hefði konudagurinn verið í gær en hann frestast vegna svokallaðs rímspillisárs sem gerist á 28 ára fresti. 19. febrúar 2024 15:30 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er á sunnudegi milli 18. og 25. febrúar og héldu því skiljanlega margir að dagurinn hafi verið liðna helgi. Ástæðuna fyrir þessum ruglingi má rekja til svokallaðs rímspillisárs sem er tilkomið vegna misræmis milli gamla misseristalsins og nýja tímatalsins sem við notum í dag. Rímspillisár verður þegar seinasti dagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Að því tilefni ættu landsmenn að fagna þessum ruglingi og nýta tækifærið að gleðja konuna tvo sunnudaga í röð. Allir dagar eru konudagar sagði einhver. Rómantískar hugmyndir fyrir konudaginn Blómvöndur, út að borða og dekur er skothelt og gleður hverja konu. Eftirfarandi hugmyndir ættu að einfalda valið fyrir daginn. Leiðin að hjarta margra kvenna er með fallegum blómvendi. Miðpunktur athyglinnar Láttu hana finna fyrir því að hún sé miðpunktur athyglinnar. Kysstu konuna þína reglulega yfir daginn.Getty Ástarbréf Skrifaðu ástinni hvað það er sem þú heillast að í fari hennar. Talaðu út frá hjartanu. Persónulegt og einlægt ástarbréf er ómetanlegt.Getty Útsofin og sæl Leyfðu henni að sofa út. Leyfðu henni að sofa út og mættu þá með kaffi í rúmið.Getty Skínandi hreint heimili Taktu heimilið í nefið, mundu eftir klósettinu og skiptu um á rúminu. Hreint og fínt heimili gerir samveruna enn betri.Getty Kaffi og dögurður Útbúðu ljúffengan dögurð og færðu henni kaffi í rúmið. Brunch og gott kaffi!Getty Rómantísk kvöldstund Leggðu fallega á borð, kveiktu á kertaljósum og matreiddu uppáhalds matinn hennar. Kertaljós og góður matur.Getty Hreinn bíll Þrífðu bílinn hennar að innan og utan. Hreinn bíll er betri bíll.Getty Afslöppun og dekurstund Sendu konuna í heitt bað með kertaljósum og bjóddu henni upp að því loknu upp á notalegt nudd og ljúfa tónlist. Slökun, nudd og ljúf tónlist.g Einfalt en næs Pantaðu uppáhalds skyndibitann hennar og horfið á mynd að hennar vali. Maturinn bragðast oft betur yfir mynd í stofunni.Getty Komdu á óvart Ef þú ert ekki heima sendu ástinni blóm, súkkulaði eða kynlífstæki. Komdu ástinni á óvart ef þú ert ekkki heima.Getty
Konudagur Ástin og lífið Tengdar fréttir Af hverju var konudagurinn ekki í gær? Rómantískir makar lentu í því í gær að ætla að kaupa blóm vegna konudagsins en uppgötvuðu þá að hann væri næsta sunnudag. Á venjulegu ári hefði konudagurinn verið í gær en hann frestast vegna svokallaðs rímspillisárs sem gerist á 28 ára fresti. 19. febrúar 2024 15:30 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Af hverju var konudagurinn ekki í gær? Rómantískir makar lentu í því í gær að ætla að kaupa blóm vegna konudagsins en uppgötvuðu þá að hann væri næsta sunnudag. Á venjulegu ári hefði konudagurinn verið í gær en hann frestast vegna svokallaðs rímspillisárs sem gerist á 28 ára fresti. 19. febrúar 2024 15:30