Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 08:46 Unnur Sara elti drauminn og býr nú í Frakklandi. Hún segist vera Miðjarðarhafssál. „Mig hafði alltaf dreymt um að flytja til Frakklands, alveg frá því ég var unglingur,“ segir Unnur Sara Eldjárn sem seldi íbúðina sína í Reykjavík og yfirgaf öryggið á Íslandi til að elta drauminn um að búa í Frakklandi fyrir fáeinum árum. Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30
Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01
Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59