Máttu fjarlægja illa lyktandi hunda með saurugan feld af heimilinu Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 12:03 Hundarnir voru af tegundinni pomeranian. Myndin er úr safni. Getty Matvælastofnun var heimilt að fjarlægja tvo hunda af heimili eiganda síns í júlí á síðasta ári og ráðstafa þeim annað. Þetta er niðurstaða úrskurðar Matvælaráðuneytisins, en eigandinn lagði fram stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar. Matvælaráðuneytið segir ljóst að ákvörðun MAST hafi byggt á upplýsingum um óviðunandi meðferð á hundunum og aðbúnaði þeirra. Hún hafi líka byggt á skoðun dýralæknis og verið tekin í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, en það var hún sem tilkynnti MAST um aðbúnað hundanna. Lögregla fékk tilkynningu um að útidyrahurð á heimilinu væri galopin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Hundarnir tveir voru af tegundinni Pomerianian og fundust á umræddu heimili, húsi sem var mannlaust, þegar lögreglu bar að garði. Hundarnir voru einir og eftirlitslausir og að sögn lögreglu í slæmu ásigkomulagi. Í úrskurðinum segir að felldur hundanna hafi verið skítugur og hundaskítur um öll gólf hússins. Þá hafi þeir verið án vatns og smávegis af þurrmat hafi verið í einni skál í húsinu. Þá kom fram í skýrslu dýralæknis kemur að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra og klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu. Jafnframt hafi verið slæm reykinga- og vanhirðulykt af hundunum, sem voru með tannstein og tannholdsbólgu. Það var samdóma álit lögreglu og Matvælastofnunar að aðbúnaður og ástand hundanna væri óboðlegur. Og líkt og áður segir ákvað MAST að framkvæma vörslusviptingu, og hundarnir teknir í burtu. Eigandinn kærði ákvörðunina og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ástand og aðbúnaður hundana hafi verið líkt og lýst er að ofan til lengri tíma. Um hafi verið að ræða tilfallandi ástand. Að sögn eigandans fengu hundarnir fengið niðurgang eftir að hafa komist í roast beef samloku sem dóttir eigandans hafði verið að borða og af þeirri ástæðu hafi myndast skítakleprar í feldi þeirra. Eigandinn hafi ætlað að þrífa hundana en ekki verið búinn að því þegar lögreglu bar að garði. Þar að auki hafi hann ekki komist í það að klippa neglurnar á hundunum, en það hafi staðið til. Jafnframt vildi eigandinn meina að Matvælastofnun hafi ekki gætt meðalhófs og tekið umrædda ákvörðun, sem væri íþyngjandi, fljótfærnislega. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að gætt hafi verið að meðalhófi. Öll gögn málsins bendi til þess að úrbætur þoldu enga bið. Ráðuneytið staðfesti því að ákvörðun MAST hafi verið réttmæt. Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira
Matvælaráðuneytið segir ljóst að ákvörðun MAST hafi byggt á upplýsingum um óviðunandi meðferð á hundunum og aðbúnaði þeirra. Hún hafi líka byggt á skoðun dýralæknis og verið tekin í samráði við lögregluna á Suðurnesjum, en það var hún sem tilkynnti MAST um aðbúnað hundanna. Lögregla fékk tilkynningu um að útidyrahurð á heimilinu væri galopin og hefði verið það frá því kvöldið áður. Hundarnir tveir voru af tegundinni Pomerianian og fundust á umræddu heimili, húsi sem var mannlaust, þegar lögreglu bar að garði. Hundarnir voru einir og eftirlitslausir og að sögn lögreglu í slæmu ásigkomulagi. Í úrskurðinum segir að felldur hundanna hafi verið skítugur og hundaskítur um öll gólf hússins. Þá hafi þeir verið án vatns og smávegis af þurrmat hafi verið í einni skál í húsinu. Þá kom fram í skýrslu dýralæknis kemur að feldur hundanna hafi verið flæktur, saur og úrgangur hafi verið fastur í feld þeirra og klær orðnar aflaga vegna vanhirðu á klippingu. Jafnframt hafi verið slæm reykinga- og vanhirðulykt af hundunum, sem voru með tannstein og tannholdsbólgu. Það var samdóma álit lögreglu og Matvælastofnunar að aðbúnaður og ástand hundanna væri óboðlegur. Og líkt og áður segir ákvað MAST að framkvæma vörslusviptingu, og hundarnir teknir í burtu. Eigandinn kærði ákvörðunina og sagði að ekki hefði verið sýnt fram á að ástand og aðbúnaður hundana hafi verið líkt og lýst er að ofan til lengri tíma. Um hafi verið að ræða tilfallandi ástand. Að sögn eigandans fengu hundarnir fengið niðurgang eftir að hafa komist í roast beef samloku sem dóttir eigandans hafði verið að borða og af þeirri ástæðu hafi myndast skítakleprar í feldi þeirra. Eigandinn hafi ætlað að þrífa hundana en ekki verið búinn að því þegar lögreglu bar að garði. Þar að auki hafi hann ekki komist í það að klippa neglurnar á hundunum, en það hafi staðið til. Jafnframt vildi eigandinn meina að Matvælastofnun hafi ekki gætt meðalhófs og tekið umrædda ákvörðun, sem væri íþyngjandi, fljótfærnislega. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að gætt hafi verið að meðalhófi. Öll gögn málsins bendi til þess að úrbætur þoldu enga bið. Ráðuneytið staðfesti því að ákvörðun MAST hafi verið réttmæt.
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira