Markaveisla á Villa Park og Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 17:03 Douglas Luiz fagnar öðru marki sínu ásamt liðsfélögum. Catherine Ivill/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann öruggan sigur, líkt og Crystal Palace, á meðan Brighton rétt bjargaði stigi gegn Everton. Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30