Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. febrúar 2024 21:11 Neyðin í Rafah vex með hverjum deginum sem líður. AP/Fatima Shbair Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira