Forsetahjónin ræddu við Palestínumenn á Bessastöðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 17:59 Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrif þess á Palestínumenn nær og fjær var meðal umræðuefna ásamt stöðu innflytjenda á Íslandi. Forsetaembættið Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid ræddu á föstudaginn við Palestínumenn búsetta á Íslandi á Bessastöðum yfir kaffi og kleinum. Þau ræddu um stríðið sem geysar á Gasa og áhrif þess á Palestínumenn hérlendis og annars staðar. Eliza greinir frá þessu í færslu á síðu sína á Instagram þar sem hún segir að forsetahjónin hafi ítrekað stuðning sinn við ákall ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirvaralausu vopnahlé. Í tilkynningu á vefsíðu forsetaembættisins kemur fram að til fundarins hafi meðal annars komið Asil Almassri. 17 ára stúlka sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt í árslok 2023 eftir að hún missti fjölskyldu sína og annan fótlegginn í árás Ísraelshers á Gasa. Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.Forsetaembættið Emad Albardawil var einnig á fundinum og sagði forsetahjónum sögu sína. Hann endurheimti á dögunum eiginkonu sína og börn frá Gasa fyrir tilstilli íslenskra sjálfboðaliða við landamæri Palestínu að Egyptalandi. Ikram Zubaydi, Qussay Odeh og Suliman Almassri voru líka á fundinum og fyrir hópnum fór Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica. „Forsetahjón vottuðu palestínska samfélaginu samúð vegna hins mikla mannfalls sem orðið hefur á Gasa og tóku undir ákall íslenskra stjórnvalda og annarra um tafarlaust vopnahlé þar. Einnig var rætt um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og leiðir til að gera þeim kleift að njóta sín til fulls, sjálfum sér og öðrum til heilla.“ Forseti Íslands Innflytjendamál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Eliza greinir frá þessu í færslu á síðu sína á Instagram þar sem hún segir að forsetahjónin hafi ítrekað stuðning sinn við ákall ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirvaralausu vopnahlé. Í tilkynningu á vefsíðu forsetaembættisins kemur fram að til fundarins hafi meðal annars komið Asil Almassri. 17 ára stúlka sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt í árslok 2023 eftir að hún missti fjölskyldu sína og annan fótlegginn í árás Ísraelshers á Gasa. Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.Forsetaembættið Emad Albardawil var einnig á fundinum og sagði forsetahjónum sögu sína. Hann endurheimti á dögunum eiginkonu sína og börn frá Gasa fyrir tilstilli íslenskra sjálfboðaliða við landamæri Palestínu að Egyptalandi. Ikram Zubaydi, Qussay Odeh og Suliman Almassri voru líka á fundinum og fyrir hópnum fór Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica. „Forsetahjón vottuðu palestínska samfélaginu samúð vegna hins mikla mannfalls sem orðið hefur á Gasa og tóku undir ákall íslenskra stjórnvalda og annarra um tafarlaust vopnahlé þar. Einnig var rætt um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og leiðir til að gera þeim kleift að njóta sín til fulls, sjálfum sér og öðrum til heilla.“
Forseti Íslands Innflytjendamál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira