Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 16:31 Guðni lét ekki nægja að klæða sig í sokkana heldur hoppaði hann líka í þeim. Vísir/Arnar Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og fylgir eftir með auglýsingu og fjölbreyttri fræðslu. Sokkarnir koma í sölu 29. febrúar næstkomandi. Í ár eru sokkarnir hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW og eru Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar mynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Mynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein. Hér í klippunni að ofan má sjá þegar Guðni fékk sokkana í hendurnar, fékk smá kynningu á sokkunum, klæddi sig í þá og prófaði að hoppa í þeim. Guðni í sokkunum ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og tveimur af hönnuðum sokkanna í ár, Snæfríði Þorsteins og Grétu Hlöðversdóttur.Vísir/Arnar Sokkarnir ein meginstoð félagsins Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Forsetinn segir ánægjulegt að hafa getað lagt góðu málefni lið í gegnum árin. Hann hvatti fólk til að sinna eigin heilsu, fara í skoðun, leggja góðu málefni lið og til að klæðast fögrum sokkum í leiðinni. Þá hafði hann orð á því að sokkarnir væru óvenju þægilegir í ár og bætti við að þeir hefðu verið ansi stífir eitt árið. Krabbameinsfélagið þakkaði forsetanum fyrir að vera einn af fáum embættismönnum sem talað hafa af alvöru fyrir lýðheilsu og fyrir að hafa sýnt gott frumkvæði og fordæmi í gegnum árin. Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og fylgir eftir með auglýsingu og fjölbreyttri fræðslu. Sokkarnir koma í sölu 29. febrúar næstkomandi. Í ár eru sokkarnir hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW og eru Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar mynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Mynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein. Hér í klippunni að ofan má sjá þegar Guðni fékk sokkana í hendurnar, fékk smá kynningu á sokkunum, klæddi sig í þá og prófaði að hoppa í þeim. Guðni í sokkunum ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og tveimur af hönnuðum sokkanna í ár, Snæfríði Þorsteins og Grétu Hlöðversdóttur.Vísir/Arnar Sokkarnir ein meginstoð félagsins Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Forsetinn segir ánægjulegt að hafa getað lagt góðu málefni lið í gegnum árin. Hann hvatti fólk til að sinna eigin heilsu, fara í skoðun, leggja góðu málefni lið og til að klæðast fögrum sokkum í leiðinni. Þá hafði hann orð á því að sokkarnir væru óvenju þægilegir í ár og bætti við að þeir hefðu verið ansi stífir eitt árið. Krabbameinsfélagið þakkaði forsetanum fyrir að vera einn af fáum embættismönnum sem talað hafa af alvöru fyrir lýðheilsu og fyrir að hafa sýnt gott frumkvæði og fordæmi í gegnum árin.
Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira