Utan vallar: Leikurinn í dag segir mikið um stöðuna á liðinu okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðið þurfa að spila miklu betur í dag en í fyrri leiknum. Vísir/Diego Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta berst í dag fyrir sæti sínu í A-deild undankeppni næsta Evrópumóts en íslensku stelpurnar hafa verið fastagestir í úrslitakeppni EM undanfarin fimmtán ár. Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira
Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira