Afi eins af krökkunum hans Klopps söng og dansaði í Eurovision Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2024 13:01 Jayden Danns með deildabikarinn. getty/Robbie Jay Barratt Jayden Danns, einn af krökkunum hans Jürgens Klopp sem spiluðu úrslitaleik enska deildabikarsins, á ansi athyglisverðan afa. Danns kom inn á sem varamaður í framlengingunni í leiknum gegn Chelsea á Wembley. Undir lok hennar skoraði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eina mark leiksins. Í leikslok var meðalaldur leikmanna Liverpool aðeins 22 ár. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hinn tvítugi Harvey Elliott einnig inn á en hann hefur verið lengur í aðalliðinu en hinir. Danns er framherji sem er fæddur í Liverpool 16. janúar 2006. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í 4-1 sigrinum á Luton Town á dögunum og lagði þá upp mark fyrir Elliott. Pabbi Danns, Neil, var einnig fótboltamaður og fór víða á löngum ferli. Hann lék síðast með Macclesfield og var spilandi þjálfari liðsins. Þá lék hann 25 landsleiki fyrir Gvæjana og skoraði ellefu mörk. Neil Danns í leik með Gvæjana í Gullbikarnum.getty/Matthew Ashton Pabbi Neils og afi Jaydens var einnig íþróttamaður en hann varð Evrópumeistari á hjólabretti. En honum var fleira til lista lagt. Neil eldri var meðal annars bakraddasöngvari í framlagi Breta til Eurovision 1987. Lagið nefndist „Only the Light“ og var flutt af skoska tónlistarmanninum Rikki, eða Richard Winters Peebles. Sjá má flutning hans og Neils eldri á laginu hér fyrir neðan. „Only the Light“ endaði í 13. sæti af 22 lögum í Eurovision 1987. Bretar fengu 47 stig. Ísraelar gáfu þeim flest stig, eða tíu stig. Rikki fékk ekkert stig frá Íslandi sem endaði í sínu 16. sæti í þessari keppni. Halla Margrét Árnadóttir flutti lagið „Hægt og hljótt“ fyrir Íslands hönd. Dóttir Neils yngri og barnabarn Neils eldri, Hayla, tók þátt í krakkaEurovision fyrir hönd Breta í fyrra. Hún flutti lagið „Back to Life“ ásamt stúlknasveitinni Stand Uniqu3. Enski boltinn Eurovision Tengdar fréttir Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01 Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46 Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31 Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00 „Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Danns kom inn á sem varamaður í framlengingunni í leiknum gegn Chelsea á Wembley. Undir lok hennar skoraði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eina mark leiksins. Í leikslok var meðalaldur leikmanna Liverpool aðeins 22 ár. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hinn tvítugi Harvey Elliott einnig inn á en hann hefur verið lengur í aðalliðinu en hinir. Danns er framherji sem er fæddur í Liverpool 16. janúar 2006. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í 4-1 sigrinum á Luton Town á dögunum og lagði þá upp mark fyrir Elliott. Pabbi Danns, Neil, var einnig fótboltamaður og fór víða á löngum ferli. Hann lék síðast með Macclesfield og var spilandi þjálfari liðsins. Þá lék hann 25 landsleiki fyrir Gvæjana og skoraði ellefu mörk. Neil Danns í leik með Gvæjana í Gullbikarnum.getty/Matthew Ashton Pabbi Neils og afi Jaydens var einnig íþróttamaður en hann varð Evrópumeistari á hjólabretti. En honum var fleira til lista lagt. Neil eldri var meðal annars bakraddasöngvari í framlagi Breta til Eurovision 1987. Lagið nefndist „Only the Light“ og var flutt af skoska tónlistarmanninum Rikki, eða Richard Winters Peebles. Sjá má flutning hans og Neils eldri á laginu hér fyrir neðan. „Only the Light“ endaði í 13. sæti af 22 lögum í Eurovision 1987. Bretar fengu 47 stig. Ísraelar gáfu þeim flest stig, eða tíu stig. Rikki fékk ekkert stig frá Íslandi sem endaði í sínu 16. sæti í þessari keppni. Halla Margrét Árnadóttir flutti lagið „Hægt og hljótt“ fyrir Íslands hönd. Dóttir Neils yngri og barnabarn Neils eldri, Hayla, tók þátt í krakkaEurovision fyrir hönd Breta í fyrra. Hún flutti lagið „Back to Life“ ásamt stúlknasveitinni Stand Uniqu3.
Enski boltinn Eurovision Tengdar fréttir Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01 Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46 Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31 Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00 „Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Liverpool upp fyrir Man. Utd með sigrinum á Wembley Liverpool er nú aftur eitt á toppnum sem sigursælasta félag enskrar knattspyrnu þegar allir titlar eru teknir saman. 26. febrúar 2024 10:01
Valinn maður leiksins í þriðja úrslitaleiknum Virgil van Dijk tryggði Liverpool enska deildabikarinn á Wembley í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Chelsea í framlengingu. 26. febrúar 2024 08:46
Neville fann nýtt viðurnefni á Chelsea: „Ég hef enga samúð með þeim“ Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær. 26. febrúar 2024 07:31
Segist aldrei hafa unnið jafn einstakan titil Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum. 25. febrúar 2024 23:00
„Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25. febrúar 2024 21:30