Pochettino: Ekki í mínum höndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 14:00 Mauricio Pochettino ræðir við leikmenn sína í klefanum á Wembley. Getty/Darren Walsh Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var enn á ný spurður út í framtíð sína hjá félaginu á blaðamannafundi fyrir bikarleik liðsins í kvöld. Chelsea tapaði úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn og Pochettino á enn eftir að vinna titil í enska fótboltanum. Chelsea er líka aðeins í ellefta sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að fjárfesta rosalega í leikmönnum síðustu misseri. Allur þessi peningur í nýja leikmenn en lítill sem enginn árangur inn á vellinum. Chelsea mætir Leeds í bikarnum í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn var Pochettino spurður af því hversu mikinn tíma hann hefði til að snúa hlutunum við á Stamford Bridge. „Þetta er ekki í mínum höndum. Það er mjög gott samband milli mín og eigendanna sem og við íþróttastjórann. Það er undir þeim komið hvort þeir vilja treysta ferlinu,“ sagði Mauricio Pochettino. BBC segir frá. „Þegar við töpum þá snýst alltaf umræðan um peningana en eigendurnir vilja búa til eitthvað öðruvísi. Þetta er bara byrjunin á verkefninu. Þess vegna er ekki hægt að líkja þessu saman við fortíðina. Samt er þetta alltaf Chelsea og milljarðurinn og það er erfitt að berjast á móti þeirri umræðu,“ sagði Pochettino. „Það segir enginn eitthvað neikvætt um Liverpool eða City. Þá er það bara að þú vinnur þegar þú vinnur og tapar þegar þú tapar. Þetta er allt öðruvísi með Chelsea vegna allrar pressunnar út af þessum einum milljarði punda sem félagið eyddi í leikmannahópinn. Að mínu mati er það ósanngjarnt en ég sætti mig við ólíka skoðun á því,“ sagði Pochettino. Pochettino talaði við eigendurna eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Við sögðum frá okkar sýn á leikinn og möguleika okkar á að vinna þarna bikar. Við spiluðum vel í níutíu mínútur,“ sagði Pochettino. "Gary, I have a very good relationship with him. Sometimes it can be unfair in my opinion and in that case I think it is unfair."Mauricio Pochettino responds to Gary Neville's "blue billion-pound bottlejobs" comment pic.twitter.com/z2DhQAH2xi— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Chelsea tapaði úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn og Pochettino á enn eftir að vinna titil í enska fótboltanum. Chelsea er líka aðeins í ellefta sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að fjárfesta rosalega í leikmönnum síðustu misseri. Allur þessi peningur í nýja leikmenn en lítill sem enginn árangur inn á vellinum. Chelsea mætir Leeds í bikarnum í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn var Pochettino spurður af því hversu mikinn tíma hann hefði til að snúa hlutunum við á Stamford Bridge. „Þetta er ekki í mínum höndum. Það er mjög gott samband milli mín og eigendanna sem og við íþróttastjórann. Það er undir þeim komið hvort þeir vilja treysta ferlinu,“ sagði Mauricio Pochettino. BBC segir frá. „Þegar við töpum þá snýst alltaf umræðan um peningana en eigendurnir vilja búa til eitthvað öðruvísi. Þetta er bara byrjunin á verkefninu. Þess vegna er ekki hægt að líkja þessu saman við fortíðina. Samt er þetta alltaf Chelsea og milljarðurinn og það er erfitt að berjast á móti þeirri umræðu,“ sagði Pochettino. „Það segir enginn eitthvað neikvætt um Liverpool eða City. Þá er það bara að þú vinnur þegar þú vinnur og tapar þegar þú tapar. Þetta er allt öðruvísi með Chelsea vegna allrar pressunnar út af þessum einum milljarði punda sem félagið eyddi í leikmannahópinn. Að mínu mati er það ósanngjarnt en ég sætti mig við ólíka skoðun á því,“ sagði Pochettino. Pochettino talaði við eigendurna eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Við sögðum frá okkar sýn á leikinn og möguleika okkar á að vinna þarna bikar. Við spiluðum vel í níutíu mínútur,“ sagði Pochettino. "Gary, I have a very good relationship with him. Sometimes it can be unfair in my opinion and in that case I think it is unfair."Mauricio Pochettino responds to Gary Neville's "blue billion-pound bottlejobs" comment pic.twitter.com/z2DhQAH2xi— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira