Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 22:44 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, segir stöðu hópsins ekki góða. Vísir/Arnar Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira