Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 22:57 Gunnar Magnússon hefur marga fjöruna sopið með íslneska landsliðinu og mun nú aðstoða Dag Sigurðsson við leikgreiningu fyrir Króatíu. Hulda Margrét & @insta_hrs Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. Dagur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í dag. Í samtali við Vísi greindi hann frá því að þjálfarinn Gunnar Magnússon, sem nú stýrir Aftureldingu en er margreyndur sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, yrði Degi til halds og trausts. „Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti. Ég er ævinlega þakklátur honum fyrir að taka það að sér,“ segir Dagur. Klippa: Dagur með íslenskan aðstoðarmann Stutt er í ólympíuumspilið þar sem Króatía berst við Þýskaland Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum. Dagur er feginn að geta kastað fram hugmyndum til Gunnars fram að því og í umspilsvikunni um miðjan mars: „Ég er með mjög reyndan mann þar sem hefur farið á þrenna Ólympíuleika og ég veit ekki hvað mörg heims- og Evrópumeistaramót. Hann hefur líka farið í gegnum svona keppni [ólympíuumspil] tvisvar þannig að það er gott að hafa reynslumann með sér í þessu. Ég er ánægður með að Króatarnir skyldu taka vel í það,“ segir Dagur sem vonast til þess að Gunnar verði með honum í Þýskalandi þar sem ólympíuumspilið fer fram. Gamall lærisveinn verður aðstoðarþjálfari Dagur verður einnig með hinn 44 ára gamla Denis Spoljaric sem aðstoðarþjálfara. „Ég tek aðstoðarmann með mér sem að spilaði fyrir mig í Berlín, hjá Füchse. Hann var króatískur varnarmaður sem varð bæði ólympíu- og heimsmeistari, og er mjög traustur og góður drengur. Hann verður aðstoðarmaður minn í þessum leikjum til að byrja með, og vonandi lengur.“ Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Dagur var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í dag. Í samtali við Vísi greindi hann frá því að þjálfarinn Gunnar Magnússon, sem nú stýrir Aftureldingu en er margreyndur sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, yrði Degi til halds og trausts. „Hann ætlar að hjálpa mér að heiman og halda utan um leikgreininguna fyrir mig, svona rétt á meðan ég kynnist mínu samstarfsfólki hérna úti. Ég er ævinlega þakklátur honum fyrir að taka það að sér,“ segir Dagur. Klippa: Dagur með íslenskan aðstoðarmann Stutt er í ólympíuumspilið þar sem Króatía berst við Þýskaland Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum. Dagur er feginn að geta kastað fram hugmyndum til Gunnars fram að því og í umspilsvikunni um miðjan mars: „Ég er með mjög reyndan mann þar sem hefur farið á þrenna Ólympíuleika og ég veit ekki hvað mörg heims- og Evrópumeistaramót. Hann hefur líka farið í gegnum svona keppni [ólympíuumspil] tvisvar þannig að það er gott að hafa reynslumann með sér í þessu. Ég er ánægður með að Króatarnir skyldu taka vel í það,“ segir Dagur sem vonast til þess að Gunnar verði með honum í Þýskalandi þar sem ólympíuumspilið fer fram. Gamall lærisveinn verður aðstoðarþjálfari Dagur verður einnig með hinn 44 ára gamla Denis Spoljaric sem aðstoðarþjálfara. „Ég tek aðstoðarmann með mér sem að spilaði fyrir mig í Berlín, hjá Füchse. Hann var króatískur varnarmaður sem varð bæði ólympíu- og heimsmeistari, og er mjög traustur og góður drengur. Hann verður aðstoðarmaður minn í þessum leikjum til að byrja með, og vonandi lengur.“
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti