Rafíþróttasamtök Íslands standa fyrir útsenidngu á stórleik kvöldsins, sem er leikur Þór og Aurora og hefst hann kl. 19:30. Þór varð á dögunum Íslandsmeistari í Counter-Strike eftir að sigra Ljósleiðaradeildina. Aurora er skipað nokkrum af leikmönnum Atlantic sem tóku þátt í Ljósleiðaradeildinni áður en þeir voru dæmdir úr keppni fyrir óstundvísi í leik.
Aðrar viðureignir og úrslit þeirra má nálgast á Frag.is.
Beina útsendingu frá viðureign Þór og Aurora má sjá á Twitch-rás Rafíþróttasamtakanna eða í spilaranum hér fyrir neðan.