Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti, körfu­bolti, hand­bolti, golf og For­múla 1 fer af stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Max Verstappen er allt í öllu í Formúlu 1.
Max Verstappen er allt í öllu í Formúlu 1. Mark Thompson/Getty Images

Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 13 útsendingar í beinni.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.55 er leikur Fylkis og Breiðabliks í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.50 er leikur Udinese og Salernitana í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá. Klukkan 16.50 er leikur Monza og Roma í sömu deild á dagskrá. Klukkan 19.35 er komið að leik Torínó og Fiorentina.

Klukkan 22.00 er leikur Miami Heat og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.50 er viðureign Unicaja og Bilbao Basket í ACB-deildinni í körfubolta á dagskrá. Tryggvi Snær Hlinason leikur með Bilbao.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15.50 er leikur Reims og Lille í Ligue 1, frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá. Hákon Arnar Haraldsson leikur með Lille.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 01.30 er HSBC Women´s World Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 14.55 er komið að leik Tindastóls og Vals í Lengjubikar kvenna.

Vodafone Sport

Klukkan 11.55 hefst útsending frá leik Manchester City og Everton í ensku úralsdeild kvenna í knattspyrnu.

Klukkan 14.30 hefst útsending í Formúlu 1 í Barein. Um er að ræða fyrstu keppni tímabilsins.

Klukkan 19.25 er leikur Gummersbach og Magdeburg í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta á dagskrá. Um er að ræða sannkallaðan Íslendingaslag.

Klukkan 23.55 er fyrsti leikur í 8-liða úrslitum CONCACAF Gold Cup-keppninnar í knattspyrnu á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×