Sleðahundakeppni og dorgveiði á ís á Mývatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2024 13:03 Dagskrá hátíðarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg og fjölbreytt eins og í ár. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Mývatnssveit um helgina og næstu daga því þar stendur yfir hátíðin, „Vetrarhátíð við Mývatn”. Meðal atriða er sleðahundakeppni, hestar á ís og dorgveiði. Vetrarhátíðin er hátíð Þingeyjarsveitar og dreifist um allt sveitarfélagið en hún hófst í gær, 1. mars og stendur til 10. mars. Dagskrá hátíðarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg og í ár en boðið er upp á um 50 viðburði. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um hátíðina. „Það má segja að þetta sé bæjarhátíð Þingeyjarsveitar því viðburðunum er dreift um allt sveitarfélag. Það eru fjórir kjarnaviðburðir, sem eru hestar á ís, sem er reiðkeppni á ísilögðu Mývatni og Mývatnssleðinn en þá kemur fólk saman með heimatilbúna sleða og keppir í þrautabrautum og allskonar brautum á ísilögðu Mývatni. Svo er Íslandsmeistaramót sleðahunda og snjókrossi í Kröflum. Það eru þessir fjóru stóru viðburðir og svo bara stækkaði þetta og fór að byggjast í kringum þetta þannig að núna eru viðburðir alla þessa 10 daga,” segir Úlla. Úlla segir að það sé mikið af ferðamönnum á svæðinu, erlendir og innlendir, auk þess sem heimamenn séu duglegir að taka þátt í dagskrá vetrarhátíðarinnar. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina, sem stendur til 10. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Þá erum við með Mývatn open, það eru hestar á ís reiðkeppnin. Svo er Mývatnssleðinn og það er kaffihlaðborð á Selhótel, það er markaður á Gý gestastofu og ýmislegt, leiksýning og svo er náttúrulega söngvakeppnin í kvöld á stóra tjaldinu hjá Berjaya hótel,” segir Úlla Árdal og vekur í leiðinni athygli á því að alla dagskrá vetrarhátíðarinnar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar Hestar koma við sögu á hátíðinni í dag, laugardaginn 2. marsAðsend Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Hundar Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Vetrarhátíðin er hátíð Þingeyjarsveitar og dreifist um allt sveitarfélagið en hún hófst í gær, 1. mars og stendur til 10. mars. Dagskrá hátíðarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg og í ár en boðið er upp á um 50 viðburði. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um hátíðina. „Það má segja að þetta sé bæjarhátíð Þingeyjarsveitar því viðburðunum er dreift um allt sveitarfélag. Það eru fjórir kjarnaviðburðir, sem eru hestar á ís, sem er reiðkeppni á ísilögðu Mývatni og Mývatnssleðinn en þá kemur fólk saman með heimatilbúna sleða og keppir í þrautabrautum og allskonar brautum á ísilögðu Mývatni. Svo er Íslandsmeistaramót sleðahunda og snjókrossi í Kröflum. Það eru þessir fjóru stóru viðburðir og svo bara stækkaði þetta og fór að byggjast í kringum þetta þannig að núna eru viðburðir alla þessa 10 daga,” segir Úlla. Úlla segir að það sé mikið af ferðamönnum á svæðinu, erlendir og innlendir, auk þess sem heimamenn séu duglegir að taka þátt í dagskrá vetrarhátíðarinnar. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina, sem stendur til 10. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Þá erum við með Mývatn open, það eru hestar á ís reiðkeppnin. Svo er Mývatnssleðinn og það er kaffihlaðborð á Selhótel, það er markaður á Gý gestastofu og ýmislegt, leiksýning og svo er náttúrulega söngvakeppnin í kvöld á stóra tjaldinu hjá Berjaya hótel,” segir Úlla Árdal og vekur í leiðinni athygli á því að alla dagskrá vetrarhátíðarinnar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar Hestar koma við sögu á hátíðinni í dag, laugardaginn 2. marsAðsend
Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Hundar Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Baltasar Samper látinn Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira