Ferðatösku Laufeyjar stolið Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 20:43 Þrátt fyrir að hafa lent í töskuþjófnaði komst Laufey til Sviss þar sem hún fékk sér góðan bröns. Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld. Laufey greindi frá stuldinum í Instagram-sögu sinni í dag. Þar segist hún vona að þjófurinn njóti „vintage“ fata og bréfa frá aðdáendum hennar. Síðar í sögunni grínaðist Laufey með að hún væri ekki með nein nærföt en nóg af bröns. Laufey greindi frá þjófnaðinum í Instagram-sögu sinni. Laufey sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu spilaði í Milano á föstudag og hefur ætlað að njóta Ítalíu um helgina áður en hún ferðaðist til Sviss fyrir tónleikana í kvöld. Tónlistarkonan hefur fagnað hverjum stórum áfanganum á fætur öðrum frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, Everything I Know About Love, árið 2022. Í fyrra kom út önnur plata hennar, Bewitched, sem komst á efsta sæti bandaríska jazzlistansog skilaði henni Grammy-verðlaunum fyrir bestu hefðbundnu poppplötu núna í febrúar. Laufey var í gær nýjasti gestur hlaðvarpsins Rocket Hour sem goðsögnin Elton John heldur úti. Þau ræddu þar saman um tónlist hennar sem Elton fór sérstaklega fögrum orðum um tónlist hennar. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ sagði Laufey í hlaðvarpinu en eftir að Bewitched kom út hefur hún verið á nánast linnulausu tónleikaferðalagi. Fyrst fór Laufey og vítt og breitt um Bandaríkin og núna í febrúar hófst Evrópuhluti ferðalagsins. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er uppselt á alla tónleika ferðalagsins, þar á meðal á þrenna tónleika hennar í Eldborg í Hörpu í mars. Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu. Laufey Lín Ítalía Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00 Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Laufey greindi frá stuldinum í Instagram-sögu sinni í dag. Þar segist hún vona að þjófurinn njóti „vintage“ fata og bréfa frá aðdáendum hennar. Síðar í sögunni grínaðist Laufey með að hún væri ekki með nein nærföt en nóg af bröns. Laufey greindi frá þjófnaðinum í Instagram-sögu sinni. Laufey sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu spilaði í Milano á föstudag og hefur ætlað að njóta Ítalíu um helgina áður en hún ferðaðist til Sviss fyrir tónleikana í kvöld. Tónlistarkonan hefur fagnað hverjum stórum áfanganum á fætur öðrum frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, Everything I Know About Love, árið 2022. Í fyrra kom út önnur plata hennar, Bewitched, sem komst á efsta sæti bandaríska jazzlistansog skilaði henni Grammy-verðlaunum fyrir bestu hefðbundnu poppplötu núna í febrúar. Laufey var í gær nýjasti gestur hlaðvarpsins Rocket Hour sem goðsögnin Elton John heldur úti. Þau ræddu þar saman um tónlist hennar sem Elton fór sérstaklega fögrum orðum um tónlist hennar. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ sagði Laufey í hlaðvarpinu en eftir að Bewitched kom út hefur hún verið á nánast linnulausu tónleikaferðalagi. Fyrst fór Laufey og vítt og breitt um Bandaríkin og núna í febrúar hófst Evrópuhluti ferðalagsins. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er uppselt á alla tónleika ferðalagsins, þar á meðal á þrenna tónleika hennar í Eldborg í Hörpu í mars. Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu.
Laufey Lín Ítalía Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00 Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10
Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32