Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 07:51 Um ellefu milljón manns búa á Haítí en lögregluþjónar landsins eru aðeins um 9.000 talsins. AP/Odelyn Joseph Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug. Haítí Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug.
Haítí Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira