Hebbi sat inni með sakborningum í Geirfinnsmálinu Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2024 09:00 Herbert hefur troðið upp víða undanfarið ár og var leynigestur á Fiskidagstónleikunum á Dalvík. Herbert Guðmunds Herbert Guðmundsson – Hebbi – er gestur í nýjasta hlaðvarpi Einars Bárðarsonar, Einmitt og ræðir þar meðal annars þá tíma þegar hann sat í fangelsi. Þetta var tími sem breytti öllu. Einar segist hafa verið mikill aðdáandi Hebba eða allt frá því að hann heyrði Can’t Walk Away í fyrsta sinn árið 1985. Þeir ræða vitaskuld tónlistina og trúnna sem hefur haldið Hebba á floti í gegnum alla sína edrúvinnu í 12 spora kerfinu. Og veru Hebba í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu með sakborningunum í Geirfinnsmálinu. Og auðvitað komu þeir inná afmælistónleikum Hebba sem fara fram um næstu helgi í Háskólabíó. Í fangelsinu Fyrsta verulega áfallið í lífi Herberts var þegar hann er tekinn við innflutning á ólöglegum efnum árið 1978 en þá hafði hann verið að vinna sem kokkur á fraktskipi. Herbert lýsir því hvernig hann nýtti tímann, þrátt fyrir eymd og sektarkennd. „Ég var fyrst í Síðumúlafangelsinu. Þar voru allir Geirfinns-sakborningarnir á sama tíma í einangrun. En ég gerði einn góðan hlut, ég las eina bók á sólarhring og las þannig alveg helling af bókum á þessum tíma.“ Seinna var Hebbi fluttur í fangelsi á Skólavörðustíg en þar hitti hann á kærleiksríkan fangavörð sem sá aumur á honum og leyfði að Herbert fengi gítar inn í klefa.Herbert talar afar fallega um þennan fangavörð enda var hann lykilmaður í því að aðstoða Herbert aftur inn á rétta braut. „Hann var yfirfangavörður, Guðmundur minnir mig að hann hafi heitið, en hann hélt sambandi við mig eftir að ég var kominn út og hann hringdi oft í mig og keypti af mér plötur og diska.“ Can´t walk away samið í fangelsi Í miðju samtali grípur Hebbi óvænt gítarinn á vinnustofu Einars og telur í lagið góða og þeir kryfja hversu mikil örvænting, sjálfskoðun og von er í textanum. Einar rekur augu í að það segi meira að segja „locked in jail“ í textanum. „Já, en það héldu allir að ég væri að segja „happy day“,“, segir Hebbi og hlær. „En svona er lagið samið bara á kassagítar og autt blað. Það fór svo í skúffu í næstum 5 ár.“ Það er svo ekki fyrr en Herbert er búinn að vinna og vinna og fer í að taka upp sína fyrstu sólóplötu að lagið er dregið fram aftur.” Einar er duglegur að draga þjóðþekkta einstaklinga að míkrófóninum í hlaðvarp sitt Einmitt. Og nú er það sjálfur Hebbi, sjötugur maður í líkama fertugs manns. Það gerir trúin. Can’t Walk Away er tekið upp í Stúdíó Stemmu en þar réði ríkjum Diddi Fiðla, gríðarlega flottur tónlistamaður með mikla tónlistarlega breidd. Hann var upptökustjóri á allri plötunni og þar með talið Can’t Walk Away. Með Hebba fóru í stúdíóið tveir félagar hans, bræðurnir Steingrímur Einarsson og Ingvar Einarsson sem á þessum tíma höfðu sankað að sér mikið af trommu heilum og hljóðgervlum sem áttu í raun allan hljóð heiminn í því sem var vinsælast í heiminum á þessum tíma. „Síðan voru einnig einhverjir mestu raddsnillingar landsins þeir Magnús Þór og Jóhann G með. Maggi útsetti allar raddirnar og hefur gert alla tíð. Maggi og Jói sungu svo allar raddirnar. Svo má ekki gleyma Janis „Jönu“ Carol sem Hebbi kallaði í þegar hann sá hana úti á götu við stúdíóið og fékk hana til að setja sinn magnaða svip á lagið.“ Fann Guð inni á Vogi Herbert er maður sem leggur allt undir. Þegar hann var komin með upptökurnar í hendurnar seldi hann íbúð sína, skipti eigninni með fyrrverandi konu sinni og fór með allan peninginn í að hljóðblanda plötuna í London. „Svo kom ég heim og eyddi restinni af íbúðarpeningunum í myndband á filmu. Með Frostfilm, þeim Kalla Óskars og Nonna Tryggva, sem nánast enginn gerði.“ Platan og lagið boðuðu nýja tíma. Í kjölfarið setti Herbert allt á fullt, platan kom út og hann fylgdi henni á eftir um allt land.Þá berst talið að trúnni en Herbert iðkaði Búddisma í 28 ár og iðkunin, eins og annað sem Hebbi tekur sér fyrir hendur, var tekin mjög föstum tökum. Hann heimsótti búddamusteri víða um heim og sótti sér fræðslu enn víðar. „En svo verð ég fyrir svona andlegri reynslu þegar ég fer í sporavinnuna 2007. Þá var ég alveg búinn að missa það í kókaínið. Ég fór inn á Vog í afeitrun og ég verð fyrir andlegri reynslu. Þar fæ ég bara sönnun fyrir því að Guð sé til.” Hebbi hefur unnið að krafti í sinni trú allar götur síðan með edrúmennskunni og 12 spora vinnunni. „Þetta er bara eins og að fara í ræktina, það er leyndardómur í bæninni.“ Fagnar með stórtónleikum um helgina Herbert gerir aldrei neitt hálfa leið, hann er ástríðumaður og gerir allt sem hann gerir vel og tekur það alla leið. Það er sama hvað það er, tónlistin, trúin, 12 sporin eða sölumennskan. Sá er rauði þráðurinn í raun og veru í gegnum allt samtal þeirra Einars. Nýverið náði Hebbi þeim áfanga að verða 70 ára þó það sé varla merkjanlegt á honum hvorki andlega né líkamlega. Hebbi hefur hlaðið í gríðarlega flotta afmælistónleika sem fara fram um helgina komandi í Háskólabíói og þar verður með honum einvala lið tónlistarmanna. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á bit.ly/3AuejEW Tónlist Fangelsismál Trúmál Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Einar segist hafa verið mikill aðdáandi Hebba eða allt frá því að hann heyrði Can’t Walk Away í fyrsta sinn árið 1985. Þeir ræða vitaskuld tónlistina og trúnna sem hefur haldið Hebba á floti í gegnum alla sína edrúvinnu í 12 spora kerfinu. Og veru Hebba í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu með sakborningunum í Geirfinnsmálinu. Og auðvitað komu þeir inná afmælistónleikum Hebba sem fara fram um næstu helgi í Háskólabíó. Í fangelsinu Fyrsta verulega áfallið í lífi Herberts var þegar hann er tekinn við innflutning á ólöglegum efnum árið 1978 en þá hafði hann verið að vinna sem kokkur á fraktskipi. Herbert lýsir því hvernig hann nýtti tímann, þrátt fyrir eymd og sektarkennd. „Ég var fyrst í Síðumúlafangelsinu. Þar voru allir Geirfinns-sakborningarnir á sama tíma í einangrun. En ég gerði einn góðan hlut, ég las eina bók á sólarhring og las þannig alveg helling af bókum á þessum tíma.“ Seinna var Hebbi fluttur í fangelsi á Skólavörðustíg en þar hitti hann á kærleiksríkan fangavörð sem sá aumur á honum og leyfði að Herbert fengi gítar inn í klefa.Herbert talar afar fallega um þennan fangavörð enda var hann lykilmaður í því að aðstoða Herbert aftur inn á rétta braut. „Hann var yfirfangavörður, Guðmundur minnir mig að hann hafi heitið, en hann hélt sambandi við mig eftir að ég var kominn út og hann hringdi oft í mig og keypti af mér plötur og diska.“ Can´t walk away samið í fangelsi Í miðju samtali grípur Hebbi óvænt gítarinn á vinnustofu Einars og telur í lagið góða og þeir kryfja hversu mikil örvænting, sjálfskoðun og von er í textanum. Einar rekur augu í að það segi meira að segja „locked in jail“ í textanum. „Já, en það héldu allir að ég væri að segja „happy day“,“, segir Hebbi og hlær. „En svona er lagið samið bara á kassagítar og autt blað. Það fór svo í skúffu í næstum 5 ár.“ Það er svo ekki fyrr en Herbert er búinn að vinna og vinna og fer í að taka upp sína fyrstu sólóplötu að lagið er dregið fram aftur.” Einar er duglegur að draga þjóðþekkta einstaklinga að míkrófóninum í hlaðvarp sitt Einmitt. Og nú er það sjálfur Hebbi, sjötugur maður í líkama fertugs manns. Það gerir trúin. Can’t Walk Away er tekið upp í Stúdíó Stemmu en þar réði ríkjum Diddi Fiðla, gríðarlega flottur tónlistamaður með mikla tónlistarlega breidd. Hann var upptökustjóri á allri plötunni og þar með talið Can’t Walk Away. Með Hebba fóru í stúdíóið tveir félagar hans, bræðurnir Steingrímur Einarsson og Ingvar Einarsson sem á þessum tíma höfðu sankað að sér mikið af trommu heilum og hljóðgervlum sem áttu í raun allan hljóð heiminn í því sem var vinsælast í heiminum á þessum tíma. „Síðan voru einnig einhverjir mestu raddsnillingar landsins þeir Magnús Þór og Jóhann G með. Maggi útsetti allar raddirnar og hefur gert alla tíð. Maggi og Jói sungu svo allar raddirnar. Svo má ekki gleyma Janis „Jönu“ Carol sem Hebbi kallaði í þegar hann sá hana úti á götu við stúdíóið og fékk hana til að setja sinn magnaða svip á lagið.“ Fann Guð inni á Vogi Herbert er maður sem leggur allt undir. Þegar hann var komin með upptökurnar í hendurnar seldi hann íbúð sína, skipti eigninni með fyrrverandi konu sinni og fór með allan peninginn í að hljóðblanda plötuna í London. „Svo kom ég heim og eyddi restinni af íbúðarpeningunum í myndband á filmu. Með Frostfilm, þeim Kalla Óskars og Nonna Tryggva, sem nánast enginn gerði.“ Platan og lagið boðuðu nýja tíma. Í kjölfarið setti Herbert allt á fullt, platan kom út og hann fylgdi henni á eftir um allt land.Þá berst talið að trúnni en Herbert iðkaði Búddisma í 28 ár og iðkunin, eins og annað sem Hebbi tekur sér fyrir hendur, var tekin mjög föstum tökum. Hann heimsótti búddamusteri víða um heim og sótti sér fræðslu enn víðar. „En svo verð ég fyrir svona andlegri reynslu þegar ég fer í sporavinnuna 2007. Þá var ég alveg búinn að missa það í kókaínið. Ég fór inn á Vog í afeitrun og ég verð fyrir andlegri reynslu. Þar fæ ég bara sönnun fyrir því að Guð sé til.” Hebbi hefur unnið að krafti í sinni trú allar götur síðan með edrúmennskunni og 12 spora vinnunni. „Þetta er bara eins og að fara í ræktina, það er leyndardómur í bæninni.“ Fagnar með stórtónleikum um helgina Herbert gerir aldrei neitt hálfa leið, hann er ástríðumaður og gerir allt sem hann gerir vel og tekur það alla leið. Það er sama hvað það er, tónlistin, trúin, 12 sporin eða sölumennskan. Sá er rauði þráðurinn í raun og veru í gegnum allt samtal þeirra Einars. Nýverið náði Hebbi þeim áfanga að verða 70 ára þó það sé varla merkjanlegt á honum hvorki andlega né líkamlega. Hebbi hefur hlaðið í gríðarlega flotta afmælistónleika sem fara fram um helgina komandi í Háskólabíói og þar verður með honum einvala lið tónlistarmanna. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á bit.ly/3AuejEW
Tónlist Fangelsismál Trúmál Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira