Vill hafa nærbuxurnar sínar víðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 15:44 Fannar viðurkennir að það hafi verið erfitt að taka saman lista yfir þá hluti sem honum þyki ómissandi. Víðar nærbuxur, íslenskur snúður með karamelluglassúr og minningarkassi eru meðal hluta sem tónlistarmaðurinn Fannar Ingi Friðþjófsson, forsprakki Hipsumhaps gæti vart lifað án. Hann segist eiga erfitt með að henda ólíklegasta dóti, jafnvel skrám í tölvum. Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám. Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira
Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám.
Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira