Tveir þrettán ára drengir lentu í snjóflóði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. mars 2024 17:20 Svona voru aðstæður við skíðasvæðið í Stafdal á laugardaginn. Skíðasvæðið í Stafdal Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu. RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga. Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga.
Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira