Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. mars 2024 17:58 Salvör hefur gegnt embætti umboðsmanns barna frá árinu 2017. Vísir/Einar Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. Mbl ræddi við Salvöru fyrr í dag, þá sagðist hún ætla að hugsa sig um fram að páskum. Í samtali við Vísi segir Salvör að fólk hafi komið að máli við hana bæði áður og nú, en í þetta skiptið sé hún tilbúin að íhuga málið. „En allra síðustu daga hef ég fundið fyrir meiri áhuga, þannig að ég ætla að taka einn snúning á þessu,“ segir Salvör. Eins og áður segir starfar Salvör sem umboðsmaður barna en fyrir það starfaði hún sem forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Salvör hefur áður setið í stjórnlagaráði og er með doktorsgráðu í heimspeki. „Það er auðvitað mikið traust sem fólk ber til manns þegar það nefnir nafnið manns í tengslum við þetta embætti,“ segir Salvör og bætir við að það sé ástæða til þess að taka því alvarlega. „En þetta er auðvitað mikil skuldbinding að fara í þetta embætti og þess vegna hef ég ekki verið tilbúin til þess áður.“ Árin 2012 og 2016 bárust Salvöru áskoranir um að fara fram en þá segist hún ekki hafa verið tilbúin til þess að gefa kost á sér. „Þannig að maður þarf auðvitað að hugsa þetta mjög vandlega, bæði að fara í framboðið sjálft og meta það hvort maður eigi einhvern möguleika eða eitthvað erindi,“ segir Salvör að lokum. Allar nýjustu fréttir af forsetakosningunum má finna í forsetavakt Vísis hér að neðan. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Mbl ræddi við Salvöru fyrr í dag, þá sagðist hún ætla að hugsa sig um fram að páskum. Í samtali við Vísi segir Salvör að fólk hafi komið að máli við hana bæði áður og nú, en í þetta skiptið sé hún tilbúin að íhuga málið. „En allra síðustu daga hef ég fundið fyrir meiri áhuga, þannig að ég ætla að taka einn snúning á þessu,“ segir Salvör. Eins og áður segir starfar Salvör sem umboðsmaður barna en fyrir það starfaði hún sem forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Salvör hefur áður setið í stjórnlagaráði og er með doktorsgráðu í heimspeki. „Það er auðvitað mikið traust sem fólk ber til manns þegar það nefnir nafnið manns í tengslum við þetta embætti,“ segir Salvör og bætir við að það sé ástæða til þess að taka því alvarlega. „En þetta er auðvitað mikil skuldbinding að fara í þetta embætti og þess vegna hef ég ekki verið tilbúin til þess áður.“ Árin 2012 og 2016 bárust Salvöru áskoranir um að fara fram en þá segist hún ekki hafa verið tilbúin til þess að gefa kost á sér. „Þannig að maður þarf auðvitað að hugsa þetta mjög vandlega, bæði að fara í framboðið sjálft og meta það hvort maður eigi einhvern möguleika eða eitthvað erindi,“ segir Salvör að lokum. Allar nýjustu fréttir af forsetakosningunum má finna í forsetavakt Vísis hér að neðan.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28
Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48
Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18