Dómari þarf ekki að víkja þrátt fyrir að hafa lýst persónulegri skoðun sinni Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins á Akureyri 2021. Vísir/Lillý Hlynur Jónsson, dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, þarf ekki að víkja sæti í hoppukastalamálinu svokallaða. Landsréttur staðfesti í lok síðasta mánaðar úrskurð héraðsdóms, Hlyns sjálfs, þess efnis. Þrátt fyrir það segir Landsréttur það aðfinnsluvert að Hlynur hafi tjáð persónulega skoðun sína á ákveðnum þáttum málsins í úrskurði sínum. Í úrskurði Landsréttar segir að þau tilvik sem verjendur í málinu vilja meina að valdi vanhæfi Hlyns geri það ekki. Ekki sé rætt draga í efa hæfi hans til að fara með málið þar sem ákvarðanir hans hafi ekki hallað á rétt ákærðu í málinu. Sakborningar málsins eru fimm talsins, en það varðar hoppukastalaslys sem átti sér stað á Akureyri sumarið 2021. Verjendur tveggja þeirra vildu meina að Hlynur væri vanhæfur og þriðji verjandinn tók undir það sjónarmið. Í kröfu verjendanna um að Hlynur myndi víkja sæti voru sex ástæður nefndar. Dómarinn er meðal annars sagður hafa gengið erinda ákæruvaldsins og brotið gegn rétti sakborninganna til réttlátrar málsmeðferðar. Hlynur sagði sjálfur að ekkert hefði komið fram í málinu til að draga óhlutdrægni hans í efa og hafnaði hann því kröfunni. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn, en setti út á að Hlynur hefði lýst persónulegri skoðun sinni á einstökum niðurstöðum æðra dómstigs í úrskurði sínum. Það væri aðfinnsluvert. Sakborningarnir fimm eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barna sem voru hoppukastalanum þegar hann fór á loft þann fyrsta júlí 2021. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Þá slasaðist sex ára stúlka alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Dómstólar Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07 Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þrátt fyrir það segir Landsréttur það aðfinnsluvert að Hlynur hafi tjáð persónulega skoðun sína á ákveðnum þáttum málsins í úrskurði sínum. Í úrskurði Landsréttar segir að þau tilvik sem verjendur í málinu vilja meina að valdi vanhæfi Hlyns geri það ekki. Ekki sé rætt draga í efa hæfi hans til að fara með málið þar sem ákvarðanir hans hafi ekki hallað á rétt ákærðu í málinu. Sakborningar málsins eru fimm talsins, en það varðar hoppukastalaslys sem átti sér stað á Akureyri sumarið 2021. Verjendur tveggja þeirra vildu meina að Hlynur væri vanhæfur og þriðji verjandinn tók undir það sjónarmið. Í kröfu verjendanna um að Hlynur myndi víkja sæti voru sex ástæður nefndar. Dómarinn er meðal annars sagður hafa gengið erinda ákæruvaldsins og brotið gegn rétti sakborninganna til réttlátrar málsmeðferðar. Hlynur sagði sjálfur að ekkert hefði komið fram í málinu til að draga óhlutdrægni hans í efa og hafnaði hann því kröfunni. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn, en setti út á að Hlynur hefði lýst persónulegri skoðun sinni á einstökum niðurstöðum æðra dómstigs í úrskurði sínum. Það væri aðfinnsluvert. Sakborningarnir fimm eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barna sem voru hoppukastalanum þegar hann fór á loft þann fyrsta júlí 2021. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Þá slasaðist sex ára stúlka alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt.
Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Dómstólar Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07 Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07
Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03