Kennir kynlífi með kærastanum um fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2024 07:31 Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að fá að keppa á ÓL í París í sumar. Getty/Antoine Flament Franska skylmingakonan Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli í sumar. Vandamálið er að Thibus féll á lyfjaprófi í janúar þegar efnið ostarine fannst í sýni hennar. Lyfið er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Í febrúar fékk hún að vita að hún hefði fallið á prófinu og um leið að leikarnir í París væru úr sögunni. Thibus reynir nú að fá keppnisleyfið aftur og heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Vörn hennar hefur vakið athygli. Hún kennir kynlífi með kærastanum um fallið á lyfjaprófinu. Tveimur vikum eftir að hún féll á prófinu taldi hún sig hafa fundið það út hvaðan efnið kom. Thibus segist hreinlega hafa fengið efnið í sig eftir kynlíf með manni sínum. Kærasti hennar er líka þekktur skylmingamaður eða Bandaríkjamaðurinn Race Imboden. Þau trúlofuðu sig á hóteli í París eftir Ólympíuleikana í Tókýó. „Við vitum nú hvaðan efnið kom og það kom frá kærasta hennar Race Imboden. Hann tók inn efni sem innihélt ostarine. Hún hefur því fengið það í sig í gegnum skipti þeirra á líkamsvessum,“ sagði Joëlle Monlouis, lögfræðingur hennar við franska blaðið L´Equipe. Thibus er 32 ára gömul og vann silfur í liðakeppni á Ólympíuleikunum í Tókýo 2020. Hún hefur gull á HM og fullt af verðlaunum á Evrópumótum. Imboden vann brons með bandaríska liðinu á sömu leikum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Ólympíuleikar 2024 í París Skylmingar Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Sjá meira
Vandamálið er að Thibus féll á lyfjaprófi í janúar þegar efnið ostarine fannst í sýni hennar. Lyfið er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Í febrúar fékk hún að vita að hún hefði fallið á prófinu og um leið að leikarnir í París væru úr sögunni. Thibus reynir nú að fá keppnisleyfið aftur og heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Vörn hennar hefur vakið athygli. Hún kennir kynlífi með kærastanum um fallið á lyfjaprófinu. Tveimur vikum eftir að hún féll á prófinu taldi hún sig hafa fundið það út hvaðan efnið kom. Thibus segist hreinlega hafa fengið efnið í sig eftir kynlíf með manni sínum. Kærasti hennar er líka þekktur skylmingamaður eða Bandaríkjamaðurinn Race Imboden. Þau trúlofuðu sig á hóteli í París eftir Ólympíuleikana í Tókýó. „Við vitum nú hvaðan efnið kom og það kom frá kærasta hennar Race Imboden. Hann tók inn efni sem innihélt ostarine. Hún hefur því fengið það í sig í gegnum skipti þeirra á líkamsvessum,“ sagði Joëlle Monlouis, lögfræðingur hennar við franska blaðið L´Equipe. Thibus er 32 ára gömul og vann silfur í liðakeppni á Ólympíuleikunum í Tókýo 2020. Hún hefur gull á HM og fullt af verðlaunum á Evrópumótum. Imboden vann brons með bandaríska liðinu á sömu leikum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Ólympíuleikar 2024 í París Skylmingar Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Sjá meira