Sigurgeir: Ekki það fallegasta en geggjuð úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2024 22:48 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Stjarnan hafði betur gegn Selfyssingum með minnsta mun í framlengdum leik 26-25. Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að hans lið muni mæta Val í úrslitum Powerade-bikarsins. „Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hommafóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjá meira
„Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum
Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hommafóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjá meira