Núna er betra en nýtt – Tími er betra en tækni Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. mars 2024 13:00 Við lifum á tímum loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar. Það segja okkar færustu vísindamenn aftur og aftur og aftur. Þeir byggja niðurstöður sínar á áralöngum rannsóknum og sumir jafnvel eytt allri sinni starfsævi að rannsaka loftslagsbreytingar og hvað veldur þeim. Niðurstaðan er alltaf sú sama, mannfólkinu er um að kenna. Flest okkar taka þeim sannleik og vinna með það meðan hinir fáu berja hausnum við steininn. Þrátt fyrir ýmsa grósku og gott framtak erum við samt enn í sömu sporunum og virðumst ekki taka vandann alvarlega þrátt fyrir varnaðarorð sem vísindamenn hafa haft uppi um langa hríð. Kannski er hinn séríslenski frasi „þetta reddast“ að breiðast út um heiminn. Vísindin hafa ekki bara greint hver vandinn er heldur geta þau einnig bent okkur í rétta átt þegar við veljum aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar. Meir en nokkur sinni fyrr þurfum við á því að halda að vísindin leiði okkur í rétta átt. Hugmyndir að aðgerðum í loftslagsmálum eru orðnar mjög margar og því hafa vísindin flokkað hvað virkar best og hvað minna. Með öðrum orðum hvað hefur mest jákvæð áhrif. Við vitum vel, þökk sé vísindunum, að það er engin ein töfralausn sem leysir þetta fyrir okkur. Við þurfum að gera marga hluti en það þarf að forgangsraða þeim eftir því hvað skilar mestum og skjótvirkum árangri. Það hafa vísindin gert með metagreiningu. Tíminn er knappur og við þurfum að vinna hratt. Góður fréttirnar eru hinsvegar að það er til fullt af lausnum til að vinna gegn loftslagsbreytingum núna. Þessar lausnir eru líka mun ódýrari fyrir okkur heldur en það sem við gerum í dag til að halda samfélögum víðsvegar um heim gangandi. Þær eru ódýrari en brennsla jarðefnaeldsneytis, ódýrari en mengandi iðnaður og ódýrari en hefðbundinn landbúnaður. Þessar loftslagsaðgerðir sem eru tilbúnar eru ekki bara ódýrar heldur forða okkur frá hamförum í framtíðinni. Hvernig við ættum að haga hlutunum er flestum ljóst. Það þarf að rífa í handbremsuna og draga mjög hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samhliða því þurfum við að fjarlæga kolefni úr andrúmsloftinu ef við ætlum að ná takmörkum okkar um kolefnishlutlaust hagkerfi. Við höfum í raun bara nokkur ár eins og vísindin hafa bent okkur á. Þetta er öllum orðið nokkuð ljóst en það sem vill oft gleymast í þessu ferli er tímalínan. Ástæðu þess má rekja til þess hversu hægt loftslagsbreytingar eiga sér stað. Loftslagsbreytingar eru uppsafnaður vandi sem byggist upp með tímanum. En lausnirnar eru einnig eitthvað sem byggist upp með tímanum því hvert prósent sem við drögum úr losun byggist upp með tímanum, sérstaklega ef um varanlegan samdrátt er að ræða. Það bætist svo bara ofan á það eftir því sem við drögum enn frekar úr losun. Þetta segja okkur vísindin. En því lengur sem við bíðum með að hefjast handa því minni áhrif mun þessar lausnir hafa inn í framtíðina. Að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu er meiri áskorun heldur en að draga úr losun. Þar erum við tæknilega séð að byrja á núlli. En við þurfum að komast upp í 1 gígatonn sem er um 4% af því sem þarf að gerast á heimsvísu. Það er því heilmikil brekka framundan í þeim efnum. Tímalínan hér er þó rétt eins mikilvæg eins og með samdrátt í losun. Fjárfesting í dag er því afar mikilvæg til þess að kapallinn gangi upp. Við þurfum að rífa í handbremsuna eins og það er nefnt. Við þurfum sem heimsbyggð að stöðva skógarhögg, stöðva metanlosun eða auka orkunýtni í núverandi orkuinnviðum. Þetta eru fljótlegar lausnir sem skila miklu. Á meðan við gerum það þurfum við að byggja upp nýja lágkolefnis innviði. Þar erum við að tala um orkuinnviði, almenningssamgöngur, byggingar og svo framvegis. En það tekur allt sinn tíma, tíma sem við höfum lítið af. Við þurfum einnig náttúrumiðaðar lausnir eins og skógrækt, jarðvegsheimt, endurheimt vistkerfa og votlendis. Það tekur einnig sinn tíma. Að sjálfsögðu þurfum við einnig nýja tækni en eins og áður segir mun það taka sinn tíma að byggjast upp. Því lengur sem við bíðum því minni áhrif munu þessar aðgerðir hafa. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á það sem er tilbúið núna. Þess vegna beita vísindamenn oft frasanum „núna er betra en nýtt“ og „tími er betra en tækni“. Það er ljóst að við þurfum að horfa til vísindanna til að hjálpa okkur að gera marga hluti. Hvar sé best að byrja og hvernig. Byggja upp ákveðið safn aðgerða sem geta virkað strax og einnig inn í framtíðina. Til þess að gera slíkt þurfum við að leggja áherslu á rétta staði. Fjárfesta í loftslagsaðgerðum sem munu skila sér mest. Í Bandaríkjunum sem dæmi fjárfesta stjórnvöld 66% af öllu fjármagni til loftslagsmála í raforkuframleiðslu. Það skilar sér í 20% samdrætti losunar. Á Íslandi er sama sagan í raun. Langmest fjármagn fer í orkuskiptin en miðað við ávinningin er hver króna eydd að skila mun minna í þeim efnum. Samhliða því fjárfesta einkafjárfestar 66% í samgöngur (rafbíla fyrst og fremst) sem skilar sér í 13% samdrætti. Hér á landi er fókusinn á orkuskipti þegar bætt landnotkun myndi skila sér mun betur inn í heildarmyndina. Myndin er frekar skökk í þessum efnum og það þarf að forgangsraða mun betur. Vísindin benda okkur á að fylgja þeirra uppskrift. 1) Lausnir þurfa að byggja á vísindum, 2) þær þurfa að vera ódýrar því við þurfum að geta gert margt, 3) nota tilbúnar lausnir strax til að hámarka jákvæð áhrif, 4) tryggja jafnrétti og jöfn umskipti svo það sé gagnlegt fólki og 6) miða allt sem við gerum við hlutfall kolefnis í andrúmsloftinu. Við getum komið í veg fyrir hamfarir ef við gerum þetta allt saman. Tíminn er hinsvegar knappur og við þurfum að láta hverja krónu og hverja aðgerð telja svo hægt sé að ná árangri. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar. Það segja okkar færustu vísindamenn aftur og aftur og aftur. Þeir byggja niðurstöður sínar á áralöngum rannsóknum og sumir jafnvel eytt allri sinni starfsævi að rannsaka loftslagsbreytingar og hvað veldur þeim. Niðurstaðan er alltaf sú sama, mannfólkinu er um að kenna. Flest okkar taka þeim sannleik og vinna með það meðan hinir fáu berja hausnum við steininn. Þrátt fyrir ýmsa grósku og gott framtak erum við samt enn í sömu sporunum og virðumst ekki taka vandann alvarlega þrátt fyrir varnaðarorð sem vísindamenn hafa haft uppi um langa hríð. Kannski er hinn séríslenski frasi „þetta reddast“ að breiðast út um heiminn. Vísindin hafa ekki bara greint hver vandinn er heldur geta þau einnig bent okkur í rétta átt þegar við veljum aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar. Meir en nokkur sinni fyrr þurfum við á því að halda að vísindin leiði okkur í rétta átt. Hugmyndir að aðgerðum í loftslagsmálum eru orðnar mjög margar og því hafa vísindin flokkað hvað virkar best og hvað minna. Með öðrum orðum hvað hefur mest jákvæð áhrif. Við vitum vel, þökk sé vísindunum, að það er engin ein töfralausn sem leysir þetta fyrir okkur. Við þurfum að gera marga hluti en það þarf að forgangsraða þeim eftir því hvað skilar mestum og skjótvirkum árangri. Það hafa vísindin gert með metagreiningu. Tíminn er knappur og við þurfum að vinna hratt. Góður fréttirnar eru hinsvegar að það er til fullt af lausnum til að vinna gegn loftslagsbreytingum núna. Þessar lausnir eru líka mun ódýrari fyrir okkur heldur en það sem við gerum í dag til að halda samfélögum víðsvegar um heim gangandi. Þær eru ódýrari en brennsla jarðefnaeldsneytis, ódýrari en mengandi iðnaður og ódýrari en hefðbundinn landbúnaður. Þessar loftslagsaðgerðir sem eru tilbúnar eru ekki bara ódýrar heldur forða okkur frá hamförum í framtíðinni. Hvernig við ættum að haga hlutunum er flestum ljóst. Það þarf að rífa í handbremsuna og draga mjög hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samhliða því þurfum við að fjarlæga kolefni úr andrúmsloftinu ef við ætlum að ná takmörkum okkar um kolefnishlutlaust hagkerfi. Við höfum í raun bara nokkur ár eins og vísindin hafa bent okkur á. Þetta er öllum orðið nokkuð ljóst en það sem vill oft gleymast í þessu ferli er tímalínan. Ástæðu þess má rekja til þess hversu hægt loftslagsbreytingar eiga sér stað. Loftslagsbreytingar eru uppsafnaður vandi sem byggist upp með tímanum. En lausnirnar eru einnig eitthvað sem byggist upp með tímanum því hvert prósent sem við drögum úr losun byggist upp með tímanum, sérstaklega ef um varanlegan samdrátt er að ræða. Það bætist svo bara ofan á það eftir því sem við drögum enn frekar úr losun. Þetta segja okkur vísindin. En því lengur sem við bíðum með að hefjast handa því minni áhrif mun þessar lausnir hafa inn í framtíðina. Að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu er meiri áskorun heldur en að draga úr losun. Þar erum við tæknilega séð að byrja á núlli. En við þurfum að komast upp í 1 gígatonn sem er um 4% af því sem þarf að gerast á heimsvísu. Það er því heilmikil brekka framundan í þeim efnum. Tímalínan hér er þó rétt eins mikilvæg eins og með samdrátt í losun. Fjárfesting í dag er því afar mikilvæg til þess að kapallinn gangi upp. Við þurfum að rífa í handbremsuna eins og það er nefnt. Við þurfum sem heimsbyggð að stöðva skógarhögg, stöðva metanlosun eða auka orkunýtni í núverandi orkuinnviðum. Þetta eru fljótlegar lausnir sem skila miklu. Á meðan við gerum það þurfum við að byggja upp nýja lágkolefnis innviði. Þar erum við að tala um orkuinnviði, almenningssamgöngur, byggingar og svo framvegis. En það tekur allt sinn tíma, tíma sem við höfum lítið af. Við þurfum einnig náttúrumiðaðar lausnir eins og skógrækt, jarðvegsheimt, endurheimt vistkerfa og votlendis. Það tekur einnig sinn tíma. Að sjálfsögðu þurfum við einnig nýja tækni en eins og áður segir mun það taka sinn tíma að byggjast upp. Því lengur sem við bíðum því minni áhrif munu þessar aðgerðir hafa. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á það sem er tilbúið núna. Þess vegna beita vísindamenn oft frasanum „núna er betra en nýtt“ og „tími er betra en tækni“. Það er ljóst að við þurfum að horfa til vísindanna til að hjálpa okkur að gera marga hluti. Hvar sé best að byrja og hvernig. Byggja upp ákveðið safn aðgerða sem geta virkað strax og einnig inn í framtíðina. Til þess að gera slíkt þurfum við að leggja áherslu á rétta staði. Fjárfesta í loftslagsaðgerðum sem munu skila sér mest. Í Bandaríkjunum sem dæmi fjárfesta stjórnvöld 66% af öllu fjármagni til loftslagsmála í raforkuframleiðslu. Það skilar sér í 20% samdrætti losunar. Á Íslandi er sama sagan í raun. Langmest fjármagn fer í orkuskiptin en miðað við ávinningin er hver króna eydd að skila mun minna í þeim efnum. Samhliða því fjárfesta einkafjárfestar 66% í samgöngur (rafbíla fyrst og fremst) sem skilar sér í 13% samdrætti. Hér á landi er fókusinn á orkuskipti þegar bætt landnotkun myndi skila sér mun betur inn í heildarmyndina. Myndin er frekar skökk í þessum efnum og það þarf að forgangsraða mun betur. Vísindin benda okkur á að fylgja þeirra uppskrift. 1) Lausnir þurfa að byggja á vísindum, 2) þær þurfa að vera ódýrar því við þurfum að geta gert margt, 3) nota tilbúnar lausnir strax til að hámarka jákvæð áhrif, 4) tryggja jafnrétti og jöfn umskipti svo það sé gagnlegt fólki og 6) miða allt sem við gerum við hlutfall kolefnis í andrúmsloftinu. Við getum komið í veg fyrir hamfarir ef við gerum þetta allt saman. Tíminn er hinsvegar knappur og við þurfum að láta hverja krónu og hverja aðgerð telja svo hægt sé að ná árangri. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun