Ten Hag segir að ekkert lið hefði getað glímt við meiðslavandræði United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2024 17:01 Ef og hefði. Erik ten Hag segir að mikil meiðsli hafi gert Manchester United erfitt fyrir í vetur. getty/James Gill Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að staða liðsins væri allt önnur ef ekki hefði verið fyrir öll meiðslin sem hafa hrjáð leikmenn þess á tímabilinu. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum United í vetur og fyrir leikinn gegn Everton á morgun eru til að mynda tíu leikmenn frá. Ten Hag hefur stýrt United í hundrað leikjum en 61 þeirra hefur unnist. Hollendingurinn telur að tölfræðin væri mun betri ef meiðslin hefðu ekki sett strik í reikning United. „Þetta segir að við erum á réttri leið. Ímyndaðu þér ef við hefðum haft fleiri leikmenn til taks og ekki þurft að glíma við áföll og meiðsli. Þetta gætu auðveldlega verið 75 sigrar og það segir hversu björt framtíð liðsins er,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Aldursdreifingin á hópnum er góð. Ungir leikmenn og leikmenn á millialdri. Ímyndaðu þér ef þeir hefðu verið til taks hefðum við auðveldlega getað unnið 75 leiki af hundrað. Ekkert lið getur glímt við svona mörg meiðsli. Ég held að við höfum spilað eftir okkar bestu getu ef þú tekur inn í reikninginn hvaða leikmenn hafa verið til tals. Við höfum saknað svo margra lykilmanna á tímabilinu.“ Ten Hag segist jafnframt vera handviss um að hann sé að gera góða hluti með lið United sem er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Við erum á réttri leið þegar leikmennirnir eru klárir. Toppfótbolti snýst um að vinna leiki,“ sagði Ten Hag. „Við vinnum að því að spila betur og vilja spila á fullri getu. En það gerir þér erfitt fyrir að vera án leikmanna í lykilstöðum og hefur áhrif á hvernig við viljum spila.“ Sem fyrr sagði er næsti leikur United gegn Everton á morgun. Á sunnudaginn eftir viku mætir United svo Liverpool í ensku bikarkeppninni. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum United í vetur og fyrir leikinn gegn Everton á morgun eru til að mynda tíu leikmenn frá. Ten Hag hefur stýrt United í hundrað leikjum en 61 þeirra hefur unnist. Hollendingurinn telur að tölfræðin væri mun betri ef meiðslin hefðu ekki sett strik í reikning United. „Þetta segir að við erum á réttri leið. Ímyndaðu þér ef við hefðum haft fleiri leikmenn til taks og ekki þurft að glíma við áföll og meiðsli. Þetta gætu auðveldlega verið 75 sigrar og það segir hversu björt framtíð liðsins er,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Aldursdreifingin á hópnum er góð. Ungir leikmenn og leikmenn á millialdri. Ímyndaðu þér ef þeir hefðu verið til taks hefðum við auðveldlega getað unnið 75 leiki af hundrað. Ekkert lið getur glímt við svona mörg meiðsli. Ég held að við höfum spilað eftir okkar bestu getu ef þú tekur inn í reikninginn hvaða leikmenn hafa verið til tals. Við höfum saknað svo margra lykilmanna á tímabilinu.“ Ten Hag segist jafnframt vera handviss um að hann sé að gera góða hluti með lið United sem er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Við erum á réttri leið þegar leikmennirnir eru klárir. Toppfótbolti snýst um að vinna leiki,“ sagði Ten Hag. „Við vinnum að því að spila betur og vilja spila á fullri getu. En það gerir þér erfitt fyrir að vera án leikmanna í lykilstöðum og hefur áhrif á hvernig við viljum spila.“ Sem fyrr sagði er næsti leikur United gegn Everton á morgun. Á sunnudaginn eftir viku mætir United svo Liverpool í ensku bikarkeppninni.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira