Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. mars 2024 18:01 Asma al Assar er meðal þeirra sem bíða eftirvæntingarfull fjölskyldu sinnar frá Gasa. Vísir/Vilhelm Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. Á áttunda tug Gasabúa fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrr í vikunni. Bjarni Benediktsson átti símafund með starfsbróður sínum í Ísrael, honum Israel Katz, til að flýta fyrir afgreiðslu málsins. Abdulla er meðal þeirra sem bíða spennt eftir fjölskyldumeðlimum og hann segist vera mjög spenntur fyrir því að gefa bróður sínum sem hann hefur aldrei séð áður stórt knús. „Jú, fimm ár hef ég ekki séð þau. Öll fjölskyldan er núna komin nema pabbi minn. Pabbi minn er núna í Gasa og kannski kemur hann í næstu viku,“ segir hann. „Ég get ekki beðið. Ég er búinn að bíða í fimm ár og nú ég get ekki beðið í fimm klukkutíma.“ Mahmoud al Saiqali er annar og hann bíður með stærðarinnar blómvönd í höndunum handa eiginkonu sinni. Hann hefur beðið hennar og barna þeirra í sex ár og segist mjög spenntur. Asma al Assar er önnur en hún talaði við fréttamann ásamt yngri systur sinni í sínu fínasta pússi. Hún á von á foreldrum sínum og bræðrum og þær segjast vera mjög spenntar að sjá þau. Biðin hafi verið þeim erfið og þær hafi verið mjög áhyggjufullar. „Ég er svo hamingjusöm,“ segir Asma. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Á áttunda tug Gasabúa fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrr í vikunni. Bjarni Benediktsson átti símafund með starfsbróður sínum í Ísrael, honum Israel Katz, til að flýta fyrir afgreiðslu málsins. Abdulla er meðal þeirra sem bíða spennt eftir fjölskyldumeðlimum og hann segist vera mjög spenntur fyrir því að gefa bróður sínum sem hann hefur aldrei séð áður stórt knús. „Jú, fimm ár hef ég ekki séð þau. Öll fjölskyldan er núna komin nema pabbi minn. Pabbi minn er núna í Gasa og kannski kemur hann í næstu viku,“ segir hann. „Ég get ekki beðið. Ég er búinn að bíða í fimm ár og nú ég get ekki beðið í fimm klukkutíma.“ Mahmoud al Saiqali er annar og hann bíður með stærðarinnar blómvönd í höndunum handa eiginkonu sinni. Hann hefur beðið hennar og barna þeirra í sex ár og segist mjög spenntur. Asma al Assar er önnur en hún talaði við fréttamann ásamt yngri systur sinni í sínu fínasta pússi. Hún á von á foreldrum sínum og bræðrum og þær segjast vera mjög spenntar að sjá þau. Biðin hafi verið þeim erfið og þær hafi verið mjög áhyggjufullar. „Ég er svo hamingjusöm,“ segir Asma.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira