Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Aron Guðmundsson skrifar 9. mars 2024 10:38 Það mætti með sanni segja að íslenska landsliðs- og atvinnukonan í knattspyrnu hafi brotið múra sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Hún nýtur fáheyrðs stuðnings í móðurhlutverkinu frá félagsliði sínu West Ham á Englandi. Stuðningurinn kristallast í nýrri heimildarmynd Vísir/Arnar Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. Fyrir mánuði síðan eignuðust Dagný og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, sitt annað barn. Strák, en fyrir eiga þau Dagný og Ómar saman hinn 5 ára gamla Brynjar Atla. Dagný segir heimildarmyndina, sem gerð er af frumkvæði West Ham, til marks um stuðning félagsins við hana og fjölskylduna. „Þetta sýnir svo vel þennan stuðning sem West Ham hefur sýnt mér í gegnum allt ferlið,“ segir Dagný. „Ekki bara þegar að ég er ólétt að ganga í gegnum þessa seinni meðgöngu, því stuðningurinn var einnig svo mikill þegar að ég geng til liðs við félagið á sínum tíma sem móðir. Það er aldrei auðvelt skref, þegar að maður tilkynnir vinnuveitanda sínum að maður sé óléttur. Sérstaklega þegar að líkami minn er vinnan mín. En frá því að ég sagði þeim að ég væri ólétt í annað sinn, í júlí á síðasta ári, hafa þeir ekki gert neitt annað en að sýna mér mikinn stuðning.“ Hafði alltaf trú á sjálfri sér Í heimildarmyndinni Ómarsson er varpað áhugaverðu ljósi á það hversu mikill munur er á upplifun Dagnýjar á þessum tveimur meðgöngum sínum. Við fáum að heyra að árið 2018, þegar að hún komst að því að hún væri ófrísk af sínu fyrsta barni, hafi hún hringt í mömmu sína grátandi, í algjöru sjokki. Upplifunin er allt öðruvísi af þessari seinni meðgöngu er það ekki? „Jú. Á þeim tímapunkti sem ég verð ólétt af eldri syni mínum, honum Brynjari Atla, þá eru ekki mikið af mæðrum yfir höfuð að spila fótbolta. Hvað þá erlendis. Þá var það ekki planið á þessum tíma hjá mér og Ómari að fara að eignast barn. Þetta var því algjört sjokk fyrir mig. Á þessum tíma hafði Ég hafði alltaf trú á sjálfri mér. En allar efasemdar raddirnar trufluðu mig meira í gegnum allt ferlið.“ Efasemdar raddirnar umlykjandi Efasemdar raddirnar sem að heyrðust utan frá á meðan að Dagný bar fyrsta barn undir belti voru á þá leið hvort hún yrði sami leikmaður er hún myndi snúa aftur á völlinn. Sumir héldu því fram að dagar hennar á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar væru taldir. Hún myndi aldrei aftur spila fyrir íslenska landsliðið. „Af því að auðvitað, þegar að maður fer í gegnum allt þetta ferli meðgöngunnnar, þá byrjar maður líkamlega aftur á núllpunkti og spyr sig alveg hvort maður muni geta spilað fótbolta á sama gæðastigi aftur. Mun ég verða eins góð og áður. Svo eru allar þessar efasemdar raddir í hausnum á manni á meðan. Maður reynir að tala á móti þeim en stundum fer maður að trúa þeim smá. Þetta var ótrúlega erfitt tímabil að ganga í gegnum. Dagný Brynjarsdóttir með eldri syni sínum, Brynjari Atla, á góðri stundu. VÍSIR/VILHELM En nú þegar að ég varð ólétt í seinna skiptið, sex árum seinna, þá einhvern veginn eru efasemdar raddirnar á bak og burt. Ég hef ekki heyrt eða lesið um eina efasemdar rödd. Þar er meira að segja enginn búinn að spyrja mig að því hvort ég sé að flytja aftur heim til Íslands þó við verjum tíma okkur hér heima þessa dagana. Það reikna allir bara einhvern veginn með því að ég muni fara aftur út og komi til baka inn á fótboltavöllinn með West Ham. Þetta er ótrúlega mikill munur sem maður finnur á þessum tveimur meðgöngum hvað þetta varðar en á þessum sex árum sem líða þarna á milli erum við að sjá að fleiri kvenkyns íþróttamenn eru orðnar mæður og hafa svo komið til baka í sína íþrótt. Hvort sem um ræðir fótbolta eða einhverja aðra grein. Þá er þetta orðið samþykktara í samfélaginu. Félögin eru farin að sýna mæðrum meiri stuðning.“ Mjög hjartnæmur stuðningur Frá því í æsku hefur Dagný verið mikill stuðningsmaður West Ham. Á þeim tíma sem hún var að feta sinn veg í gegnum yngri flokkana hér heima, æfandi fótbolta með strákum, var West Ham ekki með kvennalið. Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótboltaVísir/Getty Breyting hefur orðið þar á og náði félagið að næla í íslensku landsliðskonuna árið 2021. Sannkölluð drauma félagsskipti. Það að þú sért, sem leikmaður félagsins sem þú hefur stutt frá því í æsku, að upplifa þennan mikla stuðning frá félaginu, sem á að vera sjálfsagður en hefur kannski ekki verið það í knattspyrnuheiminum, og vilja til þess að gera vel hlýtur að vera ansi hjartnæmt og mikilvægt. „Mjög hjartnæmt. Ef ég hefði ekki fengið þennan stuðning þá hefði það brotið í manni hjartað. Hvort sem það hefði verið hjá West Ham eða einhverju öðru félagsliði. Ég er ótrúlega þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fundið fyrir hjá West Ham, fjölskyldunni minni og vinum. Þó að að endurkoman sé undir mér komin, þá þarf ég samt á stuðningnum að halda. Ég get aldrei gert þetta ein.“ Heimildarmyndina Ómarsson, sem West Ham United framleiðir og fjallar um íslensku atvinnukonuna í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, má sjá hér fyrir neðan: Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
Fyrir mánuði síðan eignuðust Dagný og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, sitt annað barn. Strák, en fyrir eiga þau Dagný og Ómar saman hinn 5 ára gamla Brynjar Atla. Dagný segir heimildarmyndina, sem gerð er af frumkvæði West Ham, til marks um stuðning félagsins við hana og fjölskylduna. „Þetta sýnir svo vel þennan stuðning sem West Ham hefur sýnt mér í gegnum allt ferlið,“ segir Dagný. „Ekki bara þegar að ég er ólétt að ganga í gegnum þessa seinni meðgöngu, því stuðningurinn var einnig svo mikill þegar að ég geng til liðs við félagið á sínum tíma sem móðir. Það er aldrei auðvelt skref, þegar að maður tilkynnir vinnuveitanda sínum að maður sé óléttur. Sérstaklega þegar að líkami minn er vinnan mín. En frá því að ég sagði þeim að ég væri ólétt í annað sinn, í júlí á síðasta ári, hafa þeir ekki gert neitt annað en að sýna mér mikinn stuðning.“ Hafði alltaf trú á sjálfri sér Í heimildarmyndinni Ómarsson er varpað áhugaverðu ljósi á það hversu mikill munur er á upplifun Dagnýjar á þessum tveimur meðgöngum sínum. Við fáum að heyra að árið 2018, þegar að hún komst að því að hún væri ófrísk af sínu fyrsta barni, hafi hún hringt í mömmu sína grátandi, í algjöru sjokki. Upplifunin er allt öðruvísi af þessari seinni meðgöngu er það ekki? „Jú. Á þeim tímapunkti sem ég verð ólétt af eldri syni mínum, honum Brynjari Atla, þá eru ekki mikið af mæðrum yfir höfuð að spila fótbolta. Hvað þá erlendis. Þá var það ekki planið á þessum tíma hjá mér og Ómari að fara að eignast barn. Þetta var því algjört sjokk fyrir mig. Á þessum tíma hafði Ég hafði alltaf trú á sjálfri mér. En allar efasemdar raddirnar trufluðu mig meira í gegnum allt ferlið.“ Efasemdar raddirnar umlykjandi Efasemdar raddirnar sem að heyrðust utan frá á meðan að Dagný bar fyrsta barn undir belti voru á þá leið hvort hún yrði sami leikmaður er hún myndi snúa aftur á völlinn. Sumir héldu því fram að dagar hennar á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar væru taldir. Hún myndi aldrei aftur spila fyrir íslenska landsliðið. „Af því að auðvitað, þegar að maður fer í gegnum allt þetta ferli meðgöngunnnar, þá byrjar maður líkamlega aftur á núllpunkti og spyr sig alveg hvort maður muni geta spilað fótbolta á sama gæðastigi aftur. Mun ég verða eins góð og áður. Svo eru allar þessar efasemdar raddir í hausnum á manni á meðan. Maður reynir að tala á móti þeim en stundum fer maður að trúa þeim smá. Þetta var ótrúlega erfitt tímabil að ganga í gegnum. Dagný Brynjarsdóttir með eldri syni sínum, Brynjari Atla, á góðri stundu. VÍSIR/VILHELM En nú þegar að ég varð ólétt í seinna skiptið, sex árum seinna, þá einhvern veginn eru efasemdar raddirnar á bak og burt. Ég hef ekki heyrt eða lesið um eina efasemdar rödd. Þar er meira að segja enginn búinn að spyrja mig að því hvort ég sé að flytja aftur heim til Íslands þó við verjum tíma okkur hér heima þessa dagana. Það reikna allir bara einhvern veginn með því að ég muni fara aftur út og komi til baka inn á fótboltavöllinn með West Ham. Þetta er ótrúlega mikill munur sem maður finnur á þessum tveimur meðgöngum hvað þetta varðar en á þessum sex árum sem líða þarna á milli erum við að sjá að fleiri kvenkyns íþróttamenn eru orðnar mæður og hafa svo komið til baka í sína íþrótt. Hvort sem um ræðir fótbolta eða einhverja aðra grein. Þá er þetta orðið samþykktara í samfélaginu. Félögin eru farin að sýna mæðrum meiri stuðning.“ Mjög hjartnæmur stuðningur Frá því í æsku hefur Dagný verið mikill stuðningsmaður West Ham. Á þeim tíma sem hún var að feta sinn veg í gegnum yngri flokkana hér heima, æfandi fótbolta með strákum, var West Ham ekki með kvennalið. Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótboltaVísir/Getty Breyting hefur orðið þar á og náði félagið að næla í íslensku landsliðskonuna árið 2021. Sannkölluð drauma félagsskipti. Það að þú sért, sem leikmaður félagsins sem þú hefur stutt frá því í æsku, að upplifa þennan mikla stuðning frá félaginu, sem á að vera sjálfsagður en hefur kannski ekki verið það í knattspyrnuheiminum, og vilja til þess að gera vel hlýtur að vera ansi hjartnæmt og mikilvægt. „Mjög hjartnæmt. Ef ég hefði ekki fengið þennan stuðning þá hefði það brotið í manni hjartað. Hvort sem það hefði verið hjá West Ham eða einhverju öðru félagsliði. Ég er ótrúlega þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fundið fyrir hjá West Ham, fjölskyldunni minni og vinum. Þó að að endurkoman sé undir mér komin, þá þarf ég samt á stuðningnum að halda. Ég get aldrei gert þetta ein.“ Heimildarmyndina Ómarsson, sem West Ham United framleiðir og fjallar um íslensku atvinnukonuna í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, má sjá hér fyrir neðan:
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira