Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 06:55 Myndin birtist í fjölmiðlum um allan heim en hefur nú verið afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að henni hefur verið breytt. Vilhjálmur Bretaprins Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. „Kill notice“ felur í sér afturköllun myndarinnar en þetta þýðir í raun að myndaveiturnar treysta sér ekki lengur til að selja notendum sínum umrædda mynd, af einhverjum ástæðum. Associated Press, Agence France-Press og Reuters eru meðal þeirra fréttaveitna sem hafa afturkallað myndina en hún birtist upphaflega á samfélagsmiðlasíðum Katrínar og Vilhjálms Bretarprins. Var Vilhjálmur sagður höfundur myndarinnar. Samkvæmt talsmanni AP var myndin dregin til baka eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og sást það á annarri peysuermi Karlottu prinsessu. Reuters gaf út yfirlýsingu vegna ákvörðunarinnar og var þar vísað til sömu ástæðu en ekki væri vitað hvers vegna átt var við myndina né hver hefði gert það. Ef vel er að gáð má sjá að það vantar hluta af stroffinu á peysuermi Karlottu. Þarna er eins og átt hafi verið við myndina og ermin máðst út eða færst til. Fréttaveitan PA hefur ekki dregið myndina til baka en segist hafa leitað skýringa hjá Kensington-höll. Strangar reglur gilda um meðferð fréttaljósmynda og yfirleitt er aðeins leyfilegt að gera smávægilegar breytingar á til að mynda lit og skerpu til að gera þær greinilegri. Ekki er heimilt að gera „efnislegar“ breytinar á þeim. Umrædd mynd er fyrsta myndin sem birt er af Katrínu síðan um jólin og eftir að hún gekkst undir aðgerð í Lundúnum á dögunum. Ekki hefur verið greint frá því um hvers konar aðgerð var að ræða og hefur það vakið miklar vangaveltur um heilsu prinsessunnar. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) Kóngafólk Bretland Ljósmyndun Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
„Kill notice“ felur í sér afturköllun myndarinnar en þetta þýðir í raun að myndaveiturnar treysta sér ekki lengur til að selja notendum sínum umrædda mynd, af einhverjum ástæðum. Associated Press, Agence France-Press og Reuters eru meðal þeirra fréttaveitna sem hafa afturkallað myndina en hún birtist upphaflega á samfélagsmiðlasíðum Katrínar og Vilhjálms Bretarprins. Var Vilhjálmur sagður höfundur myndarinnar. Samkvæmt talsmanni AP var myndin dregin til baka eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og sást það á annarri peysuermi Karlottu prinsessu. Reuters gaf út yfirlýsingu vegna ákvörðunarinnar og var þar vísað til sömu ástæðu en ekki væri vitað hvers vegna átt var við myndina né hver hefði gert það. Ef vel er að gáð má sjá að það vantar hluta af stroffinu á peysuermi Karlottu. Þarna er eins og átt hafi verið við myndina og ermin máðst út eða færst til. Fréttaveitan PA hefur ekki dregið myndina til baka en segist hafa leitað skýringa hjá Kensington-höll. Strangar reglur gilda um meðferð fréttaljósmynda og yfirleitt er aðeins leyfilegt að gera smávægilegar breytingar á til að mynda lit og skerpu til að gera þær greinilegri. Ekki er heimilt að gera „efnislegar“ breytinar á þeim. Umrædd mynd er fyrsta myndin sem birt er af Katrínu síðan um jólin og eftir að hún gekkst undir aðgerð í Lundúnum á dögunum. Ekki hefur verið greint frá því um hvers konar aðgerð var að ræða og hefur það vakið miklar vangaveltur um heilsu prinsessunnar. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales)
Kóngafólk Bretland Ljósmyndun Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira