Átján boða forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2024 11:57 Kristján Jökull einkaþjálfari er meðal þeirra átján sem hafa boðað forsetaframboð. facebook Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl. Átján einstaklingar hafa meldað sig til leiks og boðað forsetaframboð. Það hafa þeir gert með því að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað til slíkrar meðmælasöfnunar. Nú eru átján mættir til leiks sem slíkir. Einn sá nýjasti á lista er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari en hann var um hríð fastur gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann kynnti sig sem hægri mann. Bragi Páll Sigurðsson þá blaðamaður Stundarinnar sló því upp að hann hafi haft uppi ógnandi tilburði við Hildi Lilliendahl femínista. Meðal annars með einkaskilaboðunum: „Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“ Auk þeirra átján sem hafa stofnað til undirskriftasöfnunar er talið nánast öruggt að Baldur Þórhallsson prófessor fari fram. Alma Möller landlæknir hefur verið orðuð við framboð sem og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri. Þá er þrálátur orðrómur um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en hún hefur ekki verið afdráttarlaus í svörum þar um. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl. Eftirfarandi eru komnir á lista yfir þá sem boða forsetaframboð: Agnieszka Sokolowska Arnar Þór Jónsson Axel Pétur Axelsson Ástþór Magnússon Wium Borgþór Alex Óskarsson Eyjólfur Reynisson Guðmundur Sveinn Bæringsson Húni Húnfjörð Ingibjörg Jóhannsdóttir Ísfold Kristjánsdóttir Jón Kjartansson Jón T Unnarson Sveinsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Malgorzata Adamczyk Oliver Þórisson Sigríður Hrund Pétursdóttir Snorri Óttarsson Tómas Logi Hallgrímsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Átján einstaklingar hafa meldað sig til leiks og boðað forsetaframboð. Það hafa þeir gert með því að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað til slíkrar meðmælasöfnunar. Nú eru átján mættir til leiks sem slíkir. Einn sá nýjasti á lista er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari en hann var um hríð fastur gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann kynnti sig sem hægri mann. Bragi Páll Sigurðsson þá blaðamaður Stundarinnar sló því upp að hann hafi haft uppi ógnandi tilburði við Hildi Lilliendahl femínista. Meðal annars með einkaskilaboðunum: „Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“ Auk þeirra átján sem hafa stofnað til undirskriftasöfnunar er talið nánast öruggt að Baldur Þórhallsson prófessor fari fram. Alma Möller landlæknir hefur verið orðuð við framboð sem og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri. Þá er þrálátur orðrómur um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en hún hefur ekki verið afdráttarlaus í svörum þar um. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl. Eftirfarandi eru komnir á lista yfir þá sem boða forsetaframboð: Agnieszka Sokolowska Arnar Þór Jónsson Axel Pétur Axelsson Ástþór Magnússon Wium Borgþór Alex Óskarsson Eyjólfur Reynisson Guðmundur Sveinn Bæringsson Húni Húnfjörð Ingibjörg Jóhannsdóttir Ísfold Kristjánsdóttir Jón Kjartansson Jón T Unnarson Sveinsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Malgorzata Adamczyk Oliver Þórisson Sigríður Hrund Pétursdóttir Snorri Óttarsson Tómas Logi Hallgrímsson
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16
Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46
Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34