Unnur og Brynjar keyptu 200 fermetra einbýli á 4,5 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2024 20:01 Fjölskyldan heldur betur komið sér vel fyrir úti. „Af hverju við fluttum? Það var sett á sölu húsið sem við bjuggum í og leigumarkaðurinn var algjörlega glataður. Ég varð svo pirruð yfir þessu að ég sagði bara: Af hverju prófum við ekki eitthvað nýtt?“ segir Unnur Eygló Bjarnadóttir en þau Brynjar Ingimarsson eiginmaður hennar ákváðu fyrir nokkrum árum að freista gæfunnar í finnskri sveit. Þau eiga sex börn samanlagt og sáu enga leið til að kaupa sér húsnæði á Íslandi sem rúmaði öll börnin. Þegar þau svo misstu leiguhúsnæðið á Akranesi tóku þau af skarið. Systir Unnar hafði lengi búið í húsaþyrpingu skammt frá Nykarleby í sænskumælandi hluta Finnlands og þangað fluttu þau með sitt hafurtask – en reyndar bara 2 börn. Unnur á 4 dætur en Brynjar á son og dóttur. Tvær yngstu dætur Unnar fluttu með þeim út. „En hin börnin vildu ekki koma,“ segir Brynjar. Börnin hans voru orðin stálpuð þegar þau fluttu og eldri dætur Unnar voru 16 og 18 ára. „Það var ógeðslega erfitt að skilja þær eftir,“ segir Unnur. „Og ég svona bjóst við því að hún kæmi á eftir okkur, þessi 16 ára, en það varð ekki.“ Yngri dætrunum, Stefaníu og Guðbjörgu, hefur hins vegar vegnað vel í Finnlandi. Guðbjörg er komin í leikskólakennaranám og Stefanía er að klára 10. bekk. Risagarður við skógarjaðarinn Þau tóku eitt prufuár, leigðu húsnæði, til að kanna hvernig þeim líkaði. Eftir árið fóru þau að leita sér að húsnæði til að kaupa og enduðu á að fjárfesta í um 200 fermetra einbýlishúsi með risagarði við skógarjaðarinn skammt frá systur Unnar. Og borguðu fyrir það verð sem ekki þekkist hér á landi: 4,5 milljónir króna á gengi þess tíma. Þau fóru létt með það eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? Í fimmta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir tvö heimili í Finnlandi, meðal annars Unni, Binna, Stefaníu og Guðbjörgu. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Unnur og Brynjar keyptu 200 fm einbýli á 4,5 milljónir Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Finnland Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Þau eiga sex börn samanlagt og sáu enga leið til að kaupa sér húsnæði á Íslandi sem rúmaði öll börnin. Þegar þau svo misstu leiguhúsnæðið á Akranesi tóku þau af skarið. Systir Unnar hafði lengi búið í húsaþyrpingu skammt frá Nykarleby í sænskumælandi hluta Finnlands og þangað fluttu þau með sitt hafurtask – en reyndar bara 2 börn. Unnur á 4 dætur en Brynjar á son og dóttur. Tvær yngstu dætur Unnar fluttu með þeim út. „En hin börnin vildu ekki koma,“ segir Brynjar. Börnin hans voru orðin stálpuð þegar þau fluttu og eldri dætur Unnar voru 16 og 18 ára. „Það var ógeðslega erfitt að skilja þær eftir,“ segir Unnur. „Og ég svona bjóst við því að hún kæmi á eftir okkur, þessi 16 ára, en það varð ekki.“ Yngri dætrunum, Stefaníu og Guðbjörgu, hefur hins vegar vegnað vel í Finnlandi. Guðbjörg er komin í leikskólakennaranám og Stefanía er að klára 10. bekk. Risagarður við skógarjaðarinn Þau tóku eitt prufuár, leigðu húsnæði, til að kanna hvernig þeim líkaði. Eftir árið fóru þau að leita sér að húsnæði til að kaupa og enduðu á að fjárfesta í um 200 fermetra einbýlishúsi með risagarði við skógarjaðarinn skammt frá systur Unnar. Og borguðu fyrir það verð sem ekki þekkist hér á landi: 4,5 milljónir króna á gengi þess tíma. Þau fóru létt með það eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? Í fimmta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir tvö heimili í Finnlandi, meðal annars Unni, Binna, Stefaníu og Guðbjörgu. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Unnur og Brynjar keyptu 200 fm einbýli á 4,5 milljónir
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Finnland Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira