Veður

Lægðar­drag færist vestur yfir landið

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til átta stig að deginum, mildast syðst.
Hiti verður á bilinu núll til átta stig að deginum, mildast syðst. Vísir/Vilhelm

Lægðardrag færist nú vestur yfir landið með dálítilli snjókomu eða slyddu og síðar rigningu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði nokkuð samfelld úrkoma austantil, en vestanlands dragi úr úrkomu uppúr hádegi. Gera megi ráð fyrir norðaustanátt í dag, víða kalda, en allhvössu norðvestantil.

Hiti verður á bilinu núll til átta stig að deginum, mildast syðst.

Á morgun bætir aðeins í vind og víða útlit fyrir él, en slydda fyrir austan. Hægari vindur og bjart með köflum um landið suðvestanvert. Hiti 0 til 8 stig að deginum.

Á fimmtudag lægir og dregur úr ofankomu. Kólnar í veðri, frost 0 til 8 stig síðdegis, en frostlaust við suðurströndina.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustan 8-15 m/s, en 13-18 suðaustantil. Víða él, en rigning eða slydda á Austurlandi og bjartviðri suðvestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag: Norðaustan 5-13 og lítilsháttar él um mest allt land. Kólnar í veðri.

Á föstudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en gengur í austan 8-13 vestanlands með snjókomu um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast norðaustantil.

Á laugardag: Austlæg átt og snjókoma eða él. Frost 0 til 10 stig, en frostlaust við suðvesturströndina.

Á sunnudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri.

Á mánudag: Snýst í ákveðna norðlæga átt með snjókomu og kólnar aftur í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×