Kvikumagn komið yfir þau mörk sem hleypt hafa af stað eldgosi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2024 22:11 Eldgosin þrjú frá því í desember hafa öll brotist upp á Sundhnúksgígaröðinni. Vísir Veðurstofan varar við því að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk, sem sett hafa af stað kvikuhlaup og eldgos í Sundhnúksgígaröðinni. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48