Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 07:30 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb fyrir aðeins tveimur vikum, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti