Átta dagar í EM-umspil: Njósnar fyrir Ísland í Bosníu Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 10:58 Mykhailo Mudryk og félagar í úkraínska landsliðinu spila fyrir framan Jörgen Lennartsson, njósnara Íslands, í Bosníu í næstu viku því mögulega mætast Ísland og Úkraína í úrslitaleik um EM-sæti. Samsett/Getty Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, einbeitir sér alfarið að leiknum við Ísrael í EM-umspilinu í næstu viku en hefur valið tvo „njósnara“ til undirbúnings fyrir mögulegan úrslitaleik um EM-sæti. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01