Átta dagar í EM-umspil: Njósnar fyrir Ísland í Bosníu Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 10:58 Mykhailo Mudryk og félagar í úkraínska landsliðinu spila fyrir framan Jörgen Lennartsson, njósnara Íslands, í Bosníu í næstu viku því mögulega mætast Ísland og Úkraína í úrslitaleik um EM-sæti. Samsett/Getty Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, einbeitir sér alfarið að leiknum við Ísrael í EM-umspilinu í næstu viku en hefur valið tvo „njósnara“ til undirbúnings fyrir mögulegan úrslitaleik um EM-sæti. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð