Bitcoinsjóðir stærri en lífeyriskerfið en prófessor segir hnignunarfasa að hefjast
 
            Umfang bitcoin kauphallarsjóða, sem hafa einungis verið starfræktir í tvo mánuði, er orðið meira en allt íslenska lífeyriskerfið, segir fjárfestir í rafmyntum sem furðar sig á áhugaleysi fyrirtækja í fjármálageiranum hér á landi. Hagfræðiprófessor telur að fái bitcoin ekki „almennilega notkun“ í framtíðinni verði það verðlaust og líkir slíkum fjárfestingum við kaup á frímerkjum.
Tengdar fréttir
 
        Rafmyntasjóðurinn Viska með 23 prósenta ávöxtun á fyrsta starfsári
Ávöxtun rafmyntasjóðsins Visku nam 23 prósent á fyrsta starfsári sínu sem lauk í júní. „Það hefur sýnt sig að varfærin nálgun okkar og stífar kröfur gagnvart mótaðilum eru að skila árangri,“ segja stjórnendur sjóðsins. Fjölmargir rafmyntasjóðir hafi lent illa í því síðastliðið ár og hætt starfsemi í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna. „Að okkar mati er það versta yfirstaðið og útlitið fyrir næstu ár er afar spennandi.“
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        