BKG aftur efstur í CrossFit Open en handboltadómari í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 07:00 Sigurður Hjörtur Þrastarson er kominn alla leið upp í annað sætið með íslensku strákanna. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl Guðmundsson er langefstur meðal íslensku CrossFit karlanna eftir fyrstu tvær vikurnar af opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Sjá meira
The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Sjá meira