„Þetta var léttir. Ég vildi byrja leikinn vel og það er engin betri tilfinning en að skora snemma,“ sagði Jadon Sancho eftir leikinn.
Hann kom á láni frá Manchester United á miðju tímabili eftir að hafa verið settur út í kuldann á Old Trafford.
„Ég er þakklátur fyrir að ná að skora mikilvægt mark fyrir liðið. Borussia Dortmund á alltaf sérstakan stað hjá mér. Hér skapaði ég mitt nafn,“ sagði Sancho.
„Ég verð að vera þeim þakklátur fyrir tækifærið sem og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig,“ sagði Sancho.
"I've always had a special place in Borussia Dortmund, this is where I made my name"
— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 13, 2024
Jadon Sancho reflects on scoring back at the Signal Iduna Park and eases injury fears as Dortmund progress in Europe...
@archiert1 | #UCL pic.twitter.com/9DNkF9vlaX