Sagður þukla á mömmu sinni í myndbandi sem veldur hneykslun Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 07:31 Aroldis Chapman hefur tvívegis orðið bandarískur meistari í hafnabolta en einnig komist í fréttirnar af mun verri ástæðum. Getty/Daniel Shirey Aroldis Chapman hefur valdið mikilli hneykslun á meðal hafnboltaáhugafólks með myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum, þar sem hann sést þukla á brjóstum eldri konu, utan klæða. Talið er að konan sé móðir hans. Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann. Hafnabolti Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sjá meira
Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann.
Hafnabolti Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sjá meira