Ítalir, Belgar og Þjóðverjar eru á meðal þeirra sem hafa opinberað Adidas-treyjur sínar fyrir Evrópumótið í sumar. Þeir belgísku fara skemmtilega leið með nýju varatreyjunni sem er ætlað að heiðra rithöfundinn Hergé og sögupersónu hans Tinna, blaðamanninn víðförula.
Treyjan ljósblá með hvítum kraga og stuttbuxurnar brúnar. Það er í stíl við fatnað Tinna í teiknimyndasögunum frægu.

Belgía verður í E-riðli Evrópumótsins með Slóvakíu og Rúmeníu. Liðið sem vinnur umspil Íslands sem fram undan er mun einnig vera í þeim riðli.
Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins þann 21. mars og Bosnía mætir Úkraínu í hinni undanúrslitaviðureigninni. Það lið sem vinnur úrslitaleik einvígisins 26. mars kemst á EM og fer í E-riðilinn.
Landsliðshópur Íslands fyrir verkefnið verður kynntur á morgun.
Le nouveau maillot extérieur des Diables Rouges, inspiré de Tintin en hommage au dessinateur Hergé!
— Tintin (@Tintin) March 14, 2024
Après l'héritage cycliste belge et Tomorrowland, c'est au tour d'Hergé et de Tintin d'être vus dans les matches des Diables !
Pour en savoir plus, rendez-vous sur : pic.twitter.com/V1QSmU0hRj
Le nouveau maillot extérieur des Diables Rouges, inspiré de Tintin en hommage au dessinateur Hergé!
— Tintin (@Tintin) March 14, 2024
Après l'héritage cycliste belge et Tomorrowland, c'est au tour d'Hergé et de Tintin d'être vus dans les matches des Diables !
Pour en savoir plus, rendez-vous sur : pic.twitter.com/V1QSmU0hRj