Sun og Mail ljúga því að Gylfi hafi verið rekinn Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 14:20 Gylfi Þór Sigurðsson er að fara að spila í Bestu deildinni í fyrsta sinn á ferlinum. VÍSIR/VILHELM Fréttir af því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur í íslenska boltann hafa víða ratað í erlenda fjölmiðla en þeir fara misvel með sannleikann. Gula pressan í Englandi er þekkt fyrir að svífast einskis og fullyrða ensku götublöðin The Sun og Daily Mail það til að mynda í fyrirsögnum að Gylfi hafi hreinlega verið rekinn frá danska félaginu Lyngby, áður en hann endaði hjá Val. The Sun sagði Gylfa hafa vaknað sem atvinnulaus maður eftir að hafa verið sparkað frá Lyngby, og Daily Mail segir sömuleiðis að hann hafi verið rekinn eftir aðeins SEX MÁNUÐI og fimm leiki.Skjáskot/The Sun og Daily Mail Hið rétta er að Gylfi fékk samningi sínum við Lyngby rift fyrir löngu síðan, eða í janúar, til að geta einbeitt sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Þetta staðfesti Andreas Byder, framkvæmdastjóri Lyngby, á þeim tíma, ánægður með að Gylfi væri tilbúinn að fórna launum hjá félaginu á meðan hann væri meiddur. Byder sagði þá að félagið hefði gert heiðursmannasamkomulag við Gylfa um að þegar hann hefði náð sér af meiðslum kæmi hann aftur til Lyngby. Nicas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby, segir á heimasíðu félagsins í dag að vonir hafi staðið til þess að í búningi Lyngby næði Gylfi aftur fyrri hæðum en að þegar í ljós hafi komið að hann þyrfti meiri tíma til þess hafi hann haldið annað. Í tilkynningu Lyngby er Gylfa þakkað fyrir samfylgdina og honum óskað alls hins besta í framtíðinni, auk þess sem hann þakkar Lyngby fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Gylfi kom til Lyngby í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé frá fótbolta, en náði aðeins að leika sex leiki fyrir liðið og skora tvö mörk. Benda á smæð leikvangsins á Hlíðarenda Í fréttum The Sun og Daily Mail er einnig vakin athygli á því að Gylfi hafi skrifað undir hjá félagi, það er að segja Val, sem sé aðeins með 1.500 manna leikvang. Það er vissulega margfalt minni leikvangur en þeir sem Gylfi spilaði á öll sín ár í ensku úrvalsdeildinni. Þá bendir Mail á að Gylfi hafi lokið fimm ára samningi sínum hjá Everton sumarið 2022, ári eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem setti félagsmet með kaupum á honum fyrir 45 milljónir punda. Blaðið fjallar þó ekki frekar en aðrir breskir fjölmiðlar um ástæðu þess að Gylfi var tvö ár í burtu frá fótbolta, sem er sú að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um brot á ólögráða einstaklingi. Það mál var hins vegar að lokum fellt niður og í kjölfarið sneri Gylfi aftur í fótbolta, með Lyngby og íslenska landsliðinu þar sem hann bætti markametið í október í fyrra. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Gula pressan í Englandi er þekkt fyrir að svífast einskis og fullyrða ensku götublöðin The Sun og Daily Mail það til að mynda í fyrirsögnum að Gylfi hafi hreinlega verið rekinn frá danska félaginu Lyngby, áður en hann endaði hjá Val. The Sun sagði Gylfa hafa vaknað sem atvinnulaus maður eftir að hafa verið sparkað frá Lyngby, og Daily Mail segir sömuleiðis að hann hafi verið rekinn eftir aðeins SEX MÁNUÐI og fimm leiki.Skjáskot/The Sun og Daily Mail Hið rétta er að Gylfi fékk samningi sínum við Lyngby rift fyrir löngu síðan, eða í janúar, til að geta einbeitt sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Þetta staðfesti Andreas Byder, framkvæmdastjóri Lyngby, á þeim tíma, ánægður með að Gylfi væri tilbúinn að fórna launum hjá félaginu á meðan hann væri meiddur. Byder sagði þá að félagið hefði gert heiðursmannasamkomulag við Gylfa um að þegar hann hefði náð sér af meiðslum kæmi hann aftur til Lyngby. Nicas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby, segir á heimasíðu félagsins í dag að vonir hafi staðið til þess að í búningi Lyngby næði Gylfi aftur fyrri hæðum en að þegar í ljós hafi komið að hann þyrfti meiri tíma til þess hafi hann haldið annað. Í tilkynningu Lyngby er Gylfa þakkað fyrir samfylgdina og honum óskað alls hins besta í framtíðinni, auk þess sem hann þakkar Lyngby fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Gylfi kom til Lyngby í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé frá fótbolta, en náði aðeins að leika sex leiki fyrir liðið og skora tvö mörk. Benda á smæð leikvangsins á Hlíðarenda Í fréttum The Sun og Daily Mail er einnig vakin athygli á því að Gylfi hafi skrifað undir hjá félagi, það er að segja Val, sem sé aðeins með 1.500 manna leikvang. Það er vissulega margfalt minni leikvangur en þeir sem Gylfi spilaði á öll sín ár í ensku úrvalsdeildinni. Þá bendir Mail á að Gylfi hafi lokið fimm ára samningi sínum hjá Everton sumarið 2022, ári eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem setti félagsmet með kaupum á honum fyrir 45 milljónir punda. Blaðið fjallar þó ekki frekar en aðrir breskir fjölmiðlar um ástæðu þess að Gylfi var tvö ár í burtu frá fótbolta, sem er sú að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um brot á ólögráða einstaklingi. Það mál var hins vegar að lokum fellt niður og í kjölfarið sneri Gylfi aftur í fótbolta, með Lyngby og íslenska landsliðinu þar sem hann bætti markametið í október í fyrra.
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30
„Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34
Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46
Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39