Neitar að spila fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 16:45 Ben White í leik með Arsenal í Meistaradeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Gareth Southgate vildi velja Ben White í enska landsliðshópinn en Arsenal maðurinn vill ekki spila með landsliðinu. Southgate valdi 25 manna hóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Brasilíu og Belgíu og White er skiljanlega ekki í hópnum. Jarrad Branthwaite hjá Everton og Anthony Gordon hjá Newcastle eru aftur á móti í hópnum í fyrsta sinn. Bakverðirnir Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru allir að glíma við meiðsli og því hefði vissulega verið þörf fyrir White í hópnum. England coach Southgate: We had a call from Arsenal last week to say that Ben White didn t want to be considered for England squads . pic.twitter.com/tZbqsF1H5i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2024 White var í HM-hópnum fyrir mótið í Katar árið 2022 en yfirgaf hópinn vegna persónulegra ástæðna. Sögusagnir voru um rifrildi milli hans og landsliðsþjálfarans Southgate og aðstoðarmanns hans Steve Holland. „Ég og John McDermott, fengum símtal frá Edu [yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsemal] í síðustu viku og hann tjáði okkur að Ben vildi ekki vera valinn í enska landsliðið að þessu sinni,“ sagði Gareth Southgate á blaðamannafundi. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er það mikil synd. Hann er leikmaður sem ég er virkilega hrifinn af. Hann fór með okkur á EM þegar hann var hjá Brighton og við völdum hann líka í HM-hópinn,“ sagði Southgate. „Ég talaði við hann eftir HM í Katar af því að ég vildi velja hann aftur í hópinn en hann var þá hikandi. Ég veit ekki alveg af hverju en ég verð að virða það. Ég vil samt halda dyrunum opnum fyrir hann því hann er góður leikmaður. Ég tel að hann sé leikmaður sem geti skipt máli fyrir enska landsliðið,“ sagði Southgate. Þessar fréttir berast af Ben White í sömu viku og hann framlengdi samning sinn við Arsenal til ársins 2028. Gareth Southgate says Ben White did not want to be considered for his England squad pic.twitter.com/pF8Lq1Klo9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 14, 2024 Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Southgate valdi 25 manna hóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Brasilíu og Belgíu og White er skiljanlega ekki í hópnum. Jarrad Branthwaite hjá Everton og Anthony Gordon hjá Newcastle eru aftur á móti í hópnum í fyrsta sinn. Bakverðirnir Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru allir að glíma við meiðsli og því hefði vissulega verið þörf fyrir White í hópnum. England coach Southgate: We had a call from Arsenal last week to say that Ben White didn t want to be considered for England squads . pic.twitter.com/tZbqsF1H5i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2024 White var í HM-hópnum fyrir mótið í Katar árið 2022 en yfirgaf hópinn vegna persónulegra ástæðna. Sögusagnir voru um rifrildi milli hans og landsliðsþjálfarans Southgate og aðstoðarmanns hans Steve Holland. „Ég og John McDermott, fengum símtal frá Edu [yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsemal] í síðustu viku og hann tjáði okkur að Ben vildi ekki vera valinn í enska landsliðið að þessu sinni,“ sagði Gareth Southgate á blaðamannafundi. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er það mikil synd. Hann er leikmaður sem ég er virkilega hrifinn af. Hann fór með okkur á EM þegar hann var hjá Brighton og við völdum hann líka í HM-hópinn,“ sagði Southgate. „Ég talaði við hann eftir HM í Katar af því að ég vildi velja hann aftur í hópinn en hann var þá hikandi. Ég veit ekki alveg af hverju en ég verð að virða það. Ég vil samt halda dyrunum opnum fyrir hann því hann er góður leikmaður. Ég tel að hann sé leikmaður sem geti skipt máli fyrir enska landsliðið,“ sagði Southgate. Þessar fréttir berast af Ben White í sömu viku og hann framlengdi samning sinn við Arsenal til ársins 2028. Gareth Southgate says Ben White did not want to be considered for his England squad pic.twitter.com/pF8Lq1Klo9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 14, 2024
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira