Þrjú af fjórum liðum komin í fjögurra liða úrslit Snorri Már Vagnsson skrifar 14. mars 2024 22:49 Þrjú lið eru búin að tryggja sig í fjögurra liða úrslit á Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Þór, Saga og Aurora höfðu öll sigur af velli í kvöld og eru því komin áfram. Kvöldið hófst með viðureign FH og Sögu. Fyrsti leikur viðureignarinnar var afar jafn, en Saga sigraði leikinn í framlengingu, 15-19. FH jöfnuðu viðureignina þegar þeir sigruðu á Mirage, 13- 6. Að lokum hrifsaði Saga öruggan síðasta leik á Anubis, 5-13 og sló FH-inga þar með úr leik. Þórsarar sigruðu lið Vallea í þægilegum leik fyrir þá rauðu, en viðureignin fór 2-0. Þór hafði betur á Inferno og Anubis og fóru þeir leikir 13-8 og 13-5. Aurora mætti Ármanni utan útsendingar í afar jöfnum leik. Ármann sigruðu þó fyrsta hluta viðureignarinnar með miklum mun á Anubis, 4-13, en annar leikur viðureignarinnar fór langt í framlengingu sem endaði með sigri Aurora, 19-17. Í jöfnum lokaleik voru það Aurora sem báru sigur af borði á Overpass, 13-10. NOCCO Dusty og Breiðablik spila upp á síðasta plássið í fjögurra liða úrslitum á sunnudaginn 17. mars. Fylgjast má nánar með á Frag.is Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Kvöldið hófst með viðureign FH og Sögu. Fyrsti leikur viðureignarinnar var afar jafn, en Saga sigraði leikinn í framlengingu, 15-19. FH jöfnuðu viðureignina þegar þeir sigruðu á Mirage, 13- 6. Að lokum hrifsaði Saga öruggan síðasta leik á Anubis, 5-13 og sló FH-inga þar með úr leik. Þórsarar sigruðu lið Vallea í þægilegum leik fyrir þá rauðu, en viðureignin fór 2-0. Þór hafði betur á Inferno og Anubis og fóru þeir leikir 13-8 og 13-5. Aurora mætti Ármanni utan útsendingar í afar jöfnum leik. Ármann sigruðu þó fyrsta hluta viðureignarinnar með miklum mun á Anubis, 4-13, en annar leikur viðureignarinnar fór langt í framlengingu sem endaði með sigri Aurora, 19-17. Í jöfnum lokaleik voru það Aurora sem báru sigur af borði á Overpass, 13-10. NOCCO Dusty og Breiðablik spila upp á síðasta plássið í fjögurra liða úrslitum á sunnudaginn 17. mars. Fylgjast má nánar með á Frag.is
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira