Keppni tafðist eftir að býflugur gerðu atlögu að Alcaraz Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 07:30 Ef vel er að gáð má sjá nokkrar býflugur valda usla. Clive Brunskill/Getty Images Heldur óvænt atvik átti sér stað í viðureign Carlos Alcaraz og Alexander Zverez í Indan Wells-mótinu í tennis sem fram fer í Kaliforníu. Býflugur töfðu keppni um tæplega tvær klukkustundir og var Alcaraz stunginn í ennið. Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner. Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner.
Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira