Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. mars 2024 10:34 Hera Björk syngur Eurovision framlag Íslands í ár, Scared of Heights. Vísir/Hulda Margrét Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu sem fram fór dagana 6. til 12. mars. 39,5 prósent svarenda sögðust vera óánægðir með framlag Íslands en 33,4 prósent voru ánægðir. 27,1 prósent svarenda völdu valkostinn „í meðallagi.“ Þá voru svarendur einnig beðnir um að velja á milli laganna í lokaeinvígi Söngvakeppninnar, Scared of Heights og Wild West og þeir spurðir hvort laganna þeir vildu að yrði valið sem framlag Íslands til Eurovision. 42 prósent svarenda völdu lag Heru Bjarkar en 37,9 prósent völdu lag Bashar Murad. Tuttugu prósent svarenda sögðust hafa verið sama. Flestir svarenda vilja svo að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár, eða 42,2 prósent. 32,3 prósent vilja að Ísland taki þátt en 25,5 prósent er sama. Konur og ungt fólk ósáttara Í könnun Maskínu er þátttakendum og svörum þeirra skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og heimilistekjum. Þannnig voru fleiri karlar en konur voru ánægðir með framlag Heru Bjarkar. 38,2 prósent karla sem svöruðu spurningunni um framlag Íslands sögðust ánægðir með framlagið en 28,6 prósent kvenna. Jafnt var milli kynjanna meðal þeirra sem sögðust vera sama eða rúm 27 prósent karla og 27,2 prósent kvenna. 44,2 prósent kvenna sögðust vera óánægðar með Scared of Heights en 34,8 prósent karla. Þegar litið er til aldurs má sjá að yngra fólk er ósáttara með framlag Íslands og lag Heru. 47,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára segist vera óánægt og 57,9 prósent fólks á aldrinum 30 til 39 ára. Á sama tíma segjast 49,6 prósent fólks sem er 60 ára og eldra vera ánægt með framlag Íslands. 19,9 prósent fólks í sama hópi sagðist vera óánægt. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sáttastir en Pírata óánægðastir Þá er menntaðra fólk óánægðara með framlagið. 52,5 prósent fólks með háskólapróf segist vera óánægt en einungis 23,8 prósent þeirra segjast vera ánægð. Á sama tíma eru 40,9 prósent fólks með grunnskólapróf sátt við framlagið en 29,1 prósent þeirra ósátt. Fleiri Reykvíkingar eru ósáttir við framlagið en íbúar annarra landshluta. 50,1 prósent Reykvíkinga eru óánægðir en 25,7 prósent ánægðir. Flestir eru ánægðir með framlagið á Vesturlandi og á Vestfjörðum en þar eru 47 prósent ánægðir en einungis 25,4 prósent óánægð. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins ánægðastir með framlagið. Fimmtíu prósent kjósenda Miðflokksins segist vera ánægður og 55,6 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Pírata eru hinsvegar þeir óánægðustu með framlagið en alls sögðust 81,1 prósent kjósenda flokksins vera óánægðir en einungis 1,5 prósent var ánægt. Næst á eftir voru kjósendur Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar en 61,7 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins var óánægt og 55 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Austfirðingar og Píratar vilja sitja hjá Fleiri karlar en konur vilja að Ísland sitji hjá Í Eurovision að þessu sinni. 53,9 prósent kvenna vilja að Ísland sitji hjá en einungis 31,7 prósent karla. Ungt fólk er líklegra til að vilja að Ísland sitji hjá. Þá skera Austfirðingar sig úr svarendum frá öðrum landshlutum en þar er mestur munur í fjölda þeirra sem vilja sitja hjá í keppninni í ár og milli þeirra sem vilja keppa. 60,7 prósent svarenda sem búsettir eru á Austurlandi vilja sitja hjá en einungis 14,9 prósent vill keppa. Þá er Vesturland og Vestfirðir eini landshlutinn þar sem fleiri vilja að Ísland keppi en sitji hjá, naumlega þó. 31,2 prósent þar vilja að Ísland keppi en 30,7 prósent svarenda að Ísland sitji hjá. Kjósendur Pírata vilja flestir sitja hjá, eða 83,5 prósent þeirra á meðan einungis 4,7 prósent kjósenda flokksins vill að Ísland keppi. Meirihluti kjósenda Samfylkingar, Sósíalistaflokksins, Viðreisnar og Vinstri grænna vill að Ísland sitji hjá í keppninni í ár. Á meðan vilja flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að Ísland taki þátt, eða 66,9 prósent og vilja einungis 15,5 prósent kjósenda flokksins sniðganga keppnina. Meirihluti kjósenda Flokk fólksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að Ísland keppi í ár. Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu sem fram fór dagana 6. til 12. mars. 39,5 prósent svarenda sögðust vera óánægðir með framlag Íslands en 33,4 prósent voru ánægðir. 27,1 prósent svarenda völdu valkostinn „í meðallagi.“ Þá voru svarendur einnig beðnir um að velja á milli laganna í lokaeinvígi Söngvakeppninnar, Scared of Heights og Wild West og þeir spurðir hvort laganna þeir vildu að yrði valið sem framlag Íslands til Eurovision. 42 prósent svarenda völdu lag Heru Bjarkar en 37,9 prósent völdu lag Bashar Murad. Tuttugu prósent svarenda sögðust hafa verið sama. Flestir svarenda vilja svo að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár, eða 42,2 prósent. 32,3 prósent vilja að Ísland taki þátt en 25,5 prósent er sama. Konur og ungt fólk ósáttara Í könnun Maskínu er þátttakendum og svörum þeirra skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og heimilistekjum. Þannnig voru fleiri karlar en konur voru ánægðir með framlag Heru Bjarkar. 38,2 prósent karla sem svöruðu spurningunni um framlag Íslands sögðust ánægðir með framlagið en 28,6 prósent kvenna. Jafnt var milli kynjanna meðal þeirra sem sögðust vera sama eða rúm 27 prósent karla og 27,2 prósent kvenna. 44,2 prósent kvenna sögðust vera óánægðar með Scared of Heights en 34,8 prósent karla. Þegar litið er til aldurs má sjá að yngra fólk er ósáttara með framlag Íslands og lag Heru. 47,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára segist vera óánægt og 57,9 prósent fólks á aldrinum 30 til 39 ára. Á sama tíma segjast 49,6 prósent fólks sem er 60 ára og eldra vera ánægt með framlag Íslands. 19,9 prósent fólks í sama hópi sagðist vera óánægt. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sáttastir en Pírata óánægðastir Þá er menntaðra fólk óánægðara með framlagið. 52,5 prósent fólks með háskólapróf segist vera óánægt en einungis 23,8 prósent þeirra segjast vera ánægð. Á sama tíma eru 40,9 prósent fólks með grunnskólapróf sátt við framlagið en 29,1 prósent þeirra ósátt. Fleiri Reykvíkingar eru ósáttir við framlagið en íbúar annarra landshluta. 50,1 prósent Reykvíkinga eru óánægðir en 25,7 prósent ánægðir. Flestir eru ánægðir með framlagið á Vesturlandi og á Vestfjörðum en þar eru 47 prósent ánægðir en einungis 25,4 prósent óánægð. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins ánægðastir með framlagið. Fimmtíu prósent kjósenda Miðflokksins segist vera ánægður og 55,6 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Pírata eru hinsvegar þeir óánægðustu með framlagið en alls sögðust 81,1 prósent kjósenda flokksins vera óánægðir en einungis 1,5 prósent var ánægt. Næst á eftir voru kjósendur Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar en 61,7 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins var óánægt og 55 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Austfirðingar og Píratar vilja sitja hjá Fleiri karlar en konur vilja að Ísland sitji hjá Í Eurovision að þessu sinni. 53,9 prósent kvenna vilja að Ísland sitji hjá en einungis 31,7 prósent karla. Ungt fólk er líklegra til að vilja að Ísland sitji hjá. Þá skera Austfirðingar sig úr svarendum frá öðrum landshlutum en þar er mestur munur í fjölda þeirra sem vilja sitja hjá í keppninni í ár og milli þeirra sem vilja keppa. 60,7 prósent svarenda sem búsettir eru á Austurlandi vilja sitja hjá en einungis 14,9 prósent vill keppa. Þá er Vesturland og Vestfirðir eini landshlutinn þar sem fleiri vilja að Ísland keppi en sitji hjá, naumlega þó. 31,2 prósent þar vilja að Ísland keppi en 30,7 prósent svarenda að Ísland sitji hjá. Kjósendur Pírata vilja flestir sitja hjá, eða 83,5 prósent þeirra á meðan einungis 4,7 prósent kjósenda flokksins vill að Ísland keppi. Meirihluti kjósenda Samfylkingar, Sósíalistaflokksins, Viðreisnar og Vinstri grænna vill að Ísland sitji hjá í keppninni í ár. Á meðan vilja flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að Ísland taki þátt, eða 66,9 prósent og vilja einungis 15,5 prósent kjósenda flokksins sniðganga keppnina. Meirihluti kjósenda Flokk fólksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að Ísland keppi í ár.
Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira