Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 23:01 Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í Hannover í gær, í sigrinum góða á Austurríki. Getty/Swen Pförtner Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. Dagur og hans nýju lærisveinar fögnuðu 35-29 sigri og eru komnir langleiðina inn á ÓL í París í sumar. Þeir mæta Þýskalandi á morgun og loks Alsír, en tvö lið komast upp úr riðlinum og á leikana. Þó að aðeins tvær vikur séu síðan að Dagur tók við króatíska liðinu þá er hann samt nú þegar búinn að læra króatíska þjóðsönginn. Um þetta fjallar króatíski miðillinn 24sata og segir að Dagur hafi sungið hvert orð fyrir leikinn við Austurríki í gær, með hönd á hjarta, rétt eins og aðrir í þjálfarateymi og liði Króatíu. Eftir sönginn var Degi fagnað af félaga sínum og aðstoðarþjálfara, Denis Spoljaric, sem 24sata segir að hafi sennilega hjálpað honum að læra þjóðsönginn. Dagur eigi engu að síður hrós skilið og hafi þarna breyst úr Sigurðssyni í Sigurdssonić, í meiri takti við króatíska nafnahefð. Dagur hefur ekki bara sjálfur lært króatísku heldur einnig kennt lærisveinum sínum íslensku, eða að minnsta kosti íslenska orðið „berjast“. Og leikmenn hans börðust allt til enda gegn Austurríki. Dagur sá jafnframt til þess með því að taka leikhlé þegar Króatar voru fimm mörkum yfir, og skammt eftir, til að ítreka að markmiðið væri 6-7 marka sigur. Það ætti að veita öryggi gagnvart því ef Króatía, Þýskaland og Austurríki enda öll þrjú jöfn að stigum, því þá ræður innbyrðis markatala því hvert liðanna situr eftir. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Dagur og hans nýju lærisveinar fögnuðu 35-29 sigri og eru komnir langleiðina inn á ÓL í París í sumar. Þeir mæta Þýskalandi á morgun og loks Alsír, en tvö lið komast upp úr riðlinum og á leikana. Þó að aðeins tvær vikur séu síðan að Dagur tók við króatíska liðinu þá er hann samt nú þegar búinn að læra króatíska þjóðsönginn. Um þetta fjallar króatíski miðillinn 24sata og segir að Dagur hafi sungið hvert orð fyrir leikinn við Austurríki í gær, með hönd á hjarta, rétt eins og aðrir í þjálfarateymi og liði Króatíu. Eftir sönginn var Degi fagnað af félaga sínum og aðstoðarþjálfara, Denis Spoljaric, sem 24sata segir að hafi sennilega hjálpað honum að læra þjóðsönginn. Dagur eigi engu að síður hrós skilið og hafi þarna breyst úr Sigurðssyni í Sigurdssonić, í meiri takti við króatíska nafnahefð. Dagur hefur ekki bara sjálfur lært króatísku heldur einnig kennt lærisveinum sínum íslensku, eða að minnsta kosti íslenska orðið „berjast“. Og leikmenn hans börðust allt til enda gegn Austurríki. Dagur sá jafnframt til þess með því að taka leikhlé þegar Króatar voru fimm mörkum yfir, og skammt eftir, til að ítreka að markmiðið væri 6-7 marka sigur. Það ætti að veita öryggi gagnvart því ef Króatía, Þýskaland og Austurríki enda öll þrjú jöfn að stigum, því þá ræður innbyrðis markatala því hvert liðanna situr eftir.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti